Ellilífeyrisþegar komi að kjarasamningum Kári Jónasson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Nú þegar alda kjarasamninga gengur yfir, bæði hjá ASÍ – félögum og senn hjá mörgum félögum opinberra starfsmanna, þá vaknar spurningin um hver semji fyrir ellilífeyrisþega þessa lands. Einfalda svarið við þessu er að það semur enginn fyrir þennan stóra hóp landsmanna. Við erum sem sagt í flokki með ungbörnum og grunnskólanemum, með allri virðingu fyrir þeim. Samkvæmt skilgreiningu OECD teljast þeir aldraðir sem hafa náð 65 ára aldri, en hér er hins vegar miðað við 67 árin. Mér telst til að hér á landi séu rösklega 43 þúsund einstaklingar sem eru 67 ára og eldri. 12.500 manns á aldrinum 67 ára til sjötugs og tæplega 19 þúsund á milli sjötugs og áttræðs. Ástæðan fyrir því að ég er með þessa talnaleikfimi er sú, að margir þessara rúmlega 30 þúsund einstaklinga eru enn í fullu fjöri og meðal þeirra eru margar vinnufúsar hendur, en það má segja að hið opinbera hafi slegið á puttana á þeim vegna óskiljanlegra reglna um frítekjumark og áhrif þess á ellilífeyri. Í dag mega ellilífeyrisþegar hafa 1,2 milljónir í tekjur á ári án þess að það hafi áhrif á útreikning varðandi ellilífeyri. Þeir sem hafa meira en rúmlega 557 þúsund krónur í tekjur á mánuði fá hins vegar ekkert frá Tryggingastofnun og greiða að sjálfsögðu skatta og skyldur af sinni innkomu eins og aðrir þegnar þessa lands og eru hreinlega gullnáma fyrir „skattmann“, því hann þarf ekki að láta neitt af hendi rakna til þeirra. Það eru hins vegar þeir sem gætu auðveldlega aflað sér meiri tekna en þessarar rösklega einnar milljónar á ári, sem brýna nauðsyn ber til að gera auðveldara að vinna meira, án þess að ellilífeyrir þeirra skerðist. Þeir munu að sjálfsögðu greiða sína skatta og skyldur af tekjum sínum eins og aðrir, en þá vantar tilfinnanlega einhvern til að semja fyrir sig. Fulltrúar þessa hóps og annarra ellilífeyrisþega ættu að vera einhvers staðar við kjarasamningaborðið, en ekki láta skammta sér úr hnefa eins og hingað til. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Jónasson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar alda kjarasamninga gengur yfir, bæði hjá ASÍ – félögum og senn hjá mörgum félögum opinberra starfsmanna, þá vaknar spurningin um hver semji fyrir ellilífeyrisþega þessa lands. Einfalda svarið við þessu er að það semur enginn fyrir þennan stóra hóp landsmanna. Við erum sem sagt í flokki með ungbörnum og grunnskólanemum, með allri virðingu fyrir þeim. Samkvæmt skilgreiningu OECD teljast þeir aldraðir sem hafa náð 65 ára aldri, en hér er hins vegar miðað við 67 árin. Mér telst til að hér á landi séu rösklega 43 þúsund einstaklingar sem eru 67 ára og eldri. 12.500 manns á aldrinum 67 ára til sjötugs og tæplega 19 þúsund á milli sjötugs og áttræðs. Ástæðan fyrir því að ég er með þessa talnaleikfimi er sú, að margir þessara rúmlega 30 þúsund einstaklinga eru enn í fullu fjöri og meðal þeirra eru margar vinnufúsar hendur, en það má segja að hið opinbera hafi slegið á puttana á þeim vegna óskiljanlegra reglna um frítekjumark og áhrif þess á ellilífeyri. Í dag mega ellilífeyrisþegar hafa 1,2 milljónir í tekjur á ári án þess að það hafi áhrif á útreikning varðandi ellilífeyri. Þeir sem hafa meira en rúmlega 557 þúsund krónur í tekjur á mánuði fá hins vegar ekkert frá Tryggingastofnun og greiða að sjálfsögðu skatta og skyldur af sinni innkomu eins og aðrir þegnar þessa lands og eru hreinlega gullnáma fyrir „skattmann“, því hann þarf ekki að láta neitt af hendi rakna til þeirra. Það eru hins vegar þeir sem gætu auðveldlega aflað sér meiri tekna en þessarar rösklega einnar milljónar á ári, sem brýna nauðsyn ber til að gera auðveldara að vinna meira, án þess að ellilífeyrir þeirra skerðist. Þeir munu að sjálfsögðu greiða sína skatta og skyldur af tekjum sínum eins og aðrir, en þá vantar tilfinnanlega einhvern til að semja fyrir sig. Fulltrúar þessa hóps og annarra ellilífeyrisþega ættu að vera einhvers staðar við kjarasamningaborðið, en ekki láta skammta sér úr hnefa eins og hingað til. Þetta er sanngjörn krafa tugþúsunda kvenna og karla.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun