GOG tryggði sig inn í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson náði ekki að komast á blað í leiknum sem GOG vann 30-29. Heimamenn í Bjerringbro leiddu með einu marki 15-14 í hálfleik.
Heimamenn voru miklu sterkari í upphafi en gestirnir komust inn í leikinn áður en fyrri hálfleikur var úti. Í seinni hálfleik voru heimamenn áfram með yfirhöndina þar til á 44. mínútu þegar GOG komst yfir.
Leikurinn var spennandi allt til loka en GOG náði að knýja fram eins marks sigur.
GOG hefur unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni og er þar með öruggt í undanúrslitin.
GOG í undanúrslit
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
