Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:52 Frá vettvangi á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30