Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 12:30 Mehamn er rólegur, lítill bær á norðurströnd Noregs. Nordicphotos/AFP Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. Í báðum tilfellum bar Gunnar Jóhann við minnisleysi vegna mikillar neyslu vímuefna, áfengis og annarra fíkniefna.Nauðguðu stúlku þar til hún öskraði af sársauka Það var í júlí árið 2000 sem Gunnar Jóhann, sem grunaður er um manndráp í Mehamn, og vinur hans hittu tvær stúlkur fyrir utan verslunarmiðstöð í Keflavík. Þaðan fór þau heim til Gunnars en öll voru þau um sautján ára gömul. Höfðu drengirnir á orði að fara í kynlífsleiki. Móðgaðist önnur stúlkan við það tal og rauk á dyr. Hin stúlkan ætlaði að elta en gleymdi farsíma sínum í herbergi mannsins. Sakaði stúlkan piltana tvo að hafa nauðgað sér í herberginu. Fyrst hefði hún reynt að neita og í framhaldinu hefðu þeir haldið höndum hennar til að geta haft samræði við hana. Þeir hefðu ekki hætt fyrr en hún öskraði af sársauka. Þá hefði hún loks klætt sig, hringt í vinkonu og verið á leiðinni út þegar Gunnar Jóhann réttu henni þúsundkall fyrir leigubíl. Piltarnir voru dæmdir í 22 og 24 mánaða fangelsi fyrir nauðgun og var dómurinn staðfestur í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar sagði að framferði þeirra bæri vott um miskunnarleysi og fullkomið virðingarleysi við kynfrelsi hennar. Þeir ættu sér engar málsbætur.Gunnar Jóhann Gunnarsson við veiðar.FacebookMætti ofurölvi með hafnaboltakylfu Árið 2007 var Gunnar Jóhann svo dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í héraðsdómi, sem síðar var þyngd í átján mánuði, fyrir líkamsárás tveimur árum fyrr í heimahúsi. Faðir hringdi þá í lögregluna að næturlagi og sagði mikil læti koma úr herbergi sonar síns. Þegar lögregla mætti á svæðið sat sonur mannsins alblóðugur og þrír aðrir menn í herberginu. Gunnar Jóhann var einn þeirra og hélt á hafnarboltakylfu. Neitaði Gunnar Jóhann í fyrstu sök en játaði svo brot sín fyrir dómi. Myndir af líkamsárásinni voru á meðal sönnunargagna í málinu. Hann hefði verið að innheimta peninga sem hann hefði talið fórnarlambið hafa tekið ófrjálsri hendi. Þótti sannað að Gunnar Jóhann hefði gerst sekur um stórhættulega líkamsárás sem fólst í því að slá soninn með hafnarboltakylfu í höfuð og líkama og slá hann hnefahöggi í höfuð. Þótti mikil mildi að afleiðingarnar hefðu ekki verið meiri en raun varð.Handrukkun og frelsissvipting Þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás og rán. Meðal þess sem Gunnar Jóhann var dæmdur fyrir var að hafa í félagi við annan mann lamið karlmann, lokað inni í skáp með 400W ljósaperu hangandi fyrir ofan hann. Sótti Gunnar Jóhann svo rafmagnssnúru, vafði um háls mannsins og herti að. Hótuðu þeir að drepa hann ef hann útvegaði ekki peninga. Var maðurinn svo bundinn við stól með snúrunni og límt fyrir munn hans. Skipuðu þeir manninum daginn eftir að fara í bankaútibú og fá yfirdrátt til að greiða skuld sína. Hótuðu þeir að meiða sambýliskonu mannsins ef hann skilaði sér ekki. Eftir árangurslausa ferð í bankann sló Gunnar Jóhann manninn hnefahöggi í andlit áður en þeir fóru með hann í bíltúr um Reykjanesbæ. Fengu þeir hann til að leysa út lyfseðil og stela verkfærum. Auk fyrrnefndra brot hefur Gunnar Jóhann verið dæmdur fyrir þjófnað, umferðarlagabrot, vopnalagabrot, ölvunarakstur og fíkniefnabot svo eitthvað sé nefnt.Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Mikil neysla á heimilinu Þeir Gunnar Jóhann og Gísli Þór komu frá afar brotnu heimili. Gísli Þór lýsti uppvaxtarárum sínum í viðtali við Vikuna árið 2009 en þeir Gísli og Gunnar voru sammæðra. Mikil áfengisneysla var á heimilinu og fátækt sömuleiðis. „Við vorum bara tvö á tímabili, ég og mamma og svo hersing af einhverjum mönnum. Það var mikið um fólk á heimilinu og drykkjufélagar hennar sóttu þangað, ekki bara um helgar. Það var aldrei tekið tillit til þess að ég þyrfti að mæta í skóla daginn eftir. Ég var sífellt að sofna í skólanum en ástæðan var auðvitað að ég fékk engan svefn vegna drykkjuláta. Ég var líka oftast svangur því forgangsröðun mömmu var undarleg. Það voru alltaf til peningar fyrir áfengi og sígarettum en sjaldnast mat.“ Bræðurnir fluttu síðar til Noregs. Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, segir Gísla Þór hafa verið áberandi í bæjarlífinu og afar vel liðinn. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Frá vettvangi í Mehamn á laugardag.TV2/Christoffer Robin JensenLeiddir fyrir dómara í kvöld Gunnar Jóhann er í haldi norsku lögreglunnar og verður leiddur fyrir dómara um kvöldmatarleytið ásamt öðrum karlmanni, vini bræðranna, sem grunaður er um aðild að málinu. Verður farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir yngri bróðurnum og viku varðhald yfir vininum. Sá hefur neitað sök í málinu en ekki liggur fyrir hver formleg afstaða yngri bróðurins er. Hann skrifaði þó færslu á Facebook, augnablikum áður en hann var handtekinn, þar sem hann viðurkenndi að hafa orðið bróður sínum að bana. Hinir grunuðu hafa ekki verið yfirheyrðir að viðstöddum verjendum og túlki. Til stendur að gera það á miðvikudaginn. Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Beðið eftir íslenskum túlk Ástæðan fyrir töfunum er sú að enn er beðið eftir íslenskum túlki sem mennirnir eiga rétt á en túlkurinn hefur átt í erfiðleikum með að komast til norðurhluta Noregs vegna flugmannaverkfalls sem er í gangi. 29. apríl 2019 12:32 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. Í báðum tilfellum bar Gunnar Jóhann við minnisleysi vegna mikillar neyslu vímuefna, áfengis og annarra fíkniefna.Nauðguðu stúlku þar til hún öskraði af sársauka Það var í júlí árið 2000 sem Gunnar Jóhann, sem grunaður er um manndráp í Mehamn, og vinur hans hittu tvær stúlkur fyrir utan verslunarmiðstöð í Keflavík. Þaðan fór þau heim til Gunnars en öll voru þau um sautján ára gömul. Höfðu drengirnir á orði að fara í kynlífsleiki. Móðgaðist önnur stúlkan við það tal og rauk á dyr. Hin stúlkan ætlaði að elta en gleymdi farsíma sínum í herbergi mannsins. Sakaði stúlkan piltana tvo að hafa nauðgað sér í herberginu. Fyrst hefði hún reynt að neita og í framhaldinu hefðu þeir haldið höndum hennar til að geta haft samræði við hana. Þeir hefðu ekki hætt fyrr en hún öskraði af sársauka. Þá hefði hún loks klætt sig, hringt í vinkonu og verið á leiðinni út þegar Gunnar Jóhann réttu henni þúsundkall fyrir leigubíl. Piltarnir voru dæmdir í 22 og 24 mánaða fangelsi fyrir nauðgun og var dómurinn staðfestur í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar sagði að framferði þeirra bæri vott um miskunnarleysi og fullkomið virðingarleysi við kynfrelsi hennar. Þeir ættu sér engar málsbætur.Gunnar Jóhann Gunnarsson við veiðar.FacebookMætti ofurölvi með hafnaboltakylfu Árið 2007 var Gunnar Jóhann svo dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í héraðsdómi, sem síðar var þyngd í átján mánuði, fyrir líkamsárás tveimur árum fyrr í heimahúsi. Faðir hringdi þá í lögregluna að næturlagi og sagði mikil læti koma úr herbergi sonar síns. Þegar lögregla mætti á svæðið sat sonur mannsins alblóðugur og þrír aðrir menn í herberginu. Gunnar Jóhann var einn þeirra og hélt á hafnarboltakylfu. Neitaði Gunnar Jóhann í fyrstu sök en játaði svo brot sín fyrir dómi. Myndir af líkamsárásinni voru á meðal sönnunargagna í málinu. Hann hefði verið að innheimta peninga sem hann hefði talið fórnarlambið hafa tekið ófrjálsri hendi. Þótti sannað að Gunnar Jóhann hefði gerst sekur um stórhættulega líkamsárás sem fólst í því að slá soninn með hafnarboltakylfu í höfuð og líkama og slá hann hnefahöggi í höfuð. Þótti mikil mildi að afleiðingarnar hefðu ekki verið meiri en raun varð.Handrukkun og frelsissvipting Þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás og rán. Meðal þess sem Gunnar Jóhann var dæmdur fyrir var að hafa í félagi við annan mann lamið karlmann, lokað inni í skáp með 400W ljósaperu hangandi fyrir ofan hann. Sótti Gunnar Jóhann svo rafmagnssnúru, vafði um háls mannsins og herti að. Hótuðu þeir að drepa hann ef hann útvegaði ekki peninga. Var maðurinn svo bundinn við stól með snúrunni og límt fyrir munn hans. Skipuðu þeir manninum daginn eftir að fara í bankaútibú og fá yfirdrátt til að greiða skuld sína. Hótuðu þeir að meiða sambýliskonu mannsins ef hann skilaði sér ekki. Eftir árangurslausa ferð í bankann sló Gunnar Jóhann manninn hnefahöggi í andlit áður en þeir fóru með hann í bíltúr um Reykjanesbæ. Fengu þeir hann til að leysa út lyfseðil og stela verkfærum. Auk fyrrnefndra brot hefur Gunnar Jóhann verið dæmdur fyrir þjófnað, umferðarlagabrot, vopnalagabrot, ölvunarakstur og fíkniefnabot svo eitthvað sé nefnt.Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Mikil neysla á heimilinu Þeir Gunnar Jóhann og Gísli Þór komu frá afar brotnu heimili. Gísli Þór lýsti uppvaxtarárum sínum í viðtali við Vikuna árið 2009 en þeir Gísli og Gunnar voru sammæðra. Mikil áfengisneysla var á heimilinu og fátækt sömuleiðis. „Við vorum bara tvö á tímabili, ég og mamma og svo hersing af einhverjum mönnum. Það var mikið um fólk á heimilinu og drykkjufélagar hennar sóttu þangað, ekki bara um helgar. Það var aldrei tekið tillit til þess að ég þyrfti að mæta í skóla daginn eftir. Ég var sífellt að sofna í skólanum en ástæðan var auðvitað að ég fékk engan svefn vegna drykkjuláta. Ég var líka oftast svangur því forgangsröðun mömmu var undarleg. Það voru alltaf til peningar fyrir áfengi og sígarettum en sjaldnast mat.“ Bræðurnir fluttu síðar til Noregs. Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, segir Gísla Þór hafa verið áberandi í bæjarlífinu og afar vel liðinn. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Frá vettvangi í Mehamn á laugardag.TV2/Christoffer Robin JensenLeiddir fyrir dómara í kvöld Gunnar Jóhann er í haldi norsku lögreglunnar og verður leiddur fyrir dómara um kvöldmatarleytið ásamt öðrum karlmanni, vini bræðranna, sem grunaður er um aðild að málinu. Verður farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir yngri bróðurnum og viku varðhald yfir vininum. Sá hefur neitað sök í málinu en ekki liggur fyrir hver formleg afstaða yngri bróðurins er. Hann skrifaði þó færslu á Facebook, augnablikum áður en hann var handtekinn, þar sem hann viðurkenndi að hafa orðið bróður sínum að bana. Hinir grunuðu hafa ekki verið yfirheyrðir að viðstöddum verjendum og túlki. Til stendur að gera það á miðvikudaginn.
Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Beðið eftir íslenskum túlk Ástæðan fyrir töfunum er sú að enn er beðið eftir íslenskum túlki sem mennirnir eiga rétt á en túlkurinn hefur átt í erfiðleikum með að komast til norðurhluta Noregs vegna flugmannaverkfalls sem er í gangi. 29. apríl 2019 12:32 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00
Beðið eftir íslenskum túlk Ástæðan fyrir töfunum er sú að enn er beðið eftir íslenskum túlki sem mennirnir eiga rétt á en túlkurinn hefur átt í erfiðleikum með að komast til norðurhluta Noregs vegna flugmannaverkfalls sem er í gangi. 29. apríl 2019 12:32
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent