Stjórnvöld á Sri Lanka hafa bannað fólki að hylja andlit sitt á almannafæri og tekur bannið gildi strax í dag. Þetta er hluti þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag þar sem 250 létu lífið og hundruð særðust.
Forseti landsins vísaði til neyðarlaga sem nú gildi í landinu þegar tilkynnt var um bannið en það mun einnig ná til múslimskra kvenna sem nota slæður eða búrkur.
Múslimar eru í minnihluta á Sri Lanka, eða um tíu prósent mannfjöldans, og aðeins lítill hluti þeirra hylur andlit sitt á almannafæri. Lögreglan leitar nú stuðningsmanna Íslamska ríkisins í landinu sen samtökin segjast hafa staðið á bak við árásirnar. Tugir hafa verið handteknir.
Banna fólki að hylja andlit sitt eftir hryðjuverkaárásirnar

Tengdar fréttir

Hyggst ekki segja af sér
Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur ekki í huga að segja af sér. Ítarlega hefur verið fjallað um það undanfarna daga að srílanska leyniþjónustan fékk upplýsingar um að hryðjuverkaárásir gætu verið yfirvofandi.

Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn
Mennirnir þrír höfðu áður kallað eftir stríði við þá sem ekki aðhyllast Íslam.

Systir grunaðs höfuðpaurs í Srí Lanka óttast að á annan tug skyldmenna hafi látist í aðgerðum hersins
Systir mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin mannskæðu á páskadag í Srí Lanka óttast að 18 af fjölskyldumeðlimum hennar hafi verið drepnir í aðgerðum stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkanna.