Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 18:25 Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. AP Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. Kjörstöðum var lokað klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. Þá hlýtur Lýðflokkurinn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn 17,8% sem er lakasta útkoman í kosningum í sögu flokksins að því er BBC greinir frá. Hægriöfgaflokkurinn Vox fær samkvæmt þessu 12,1% atkvæða, flokkurinn Við getum fær 16,1% og Borgarar 14,4% samkvæmt útgönguspá. Viðlíka sundrung og ríkt hefur að undanförnu í spænskum stjórnmálum hefur vart sést á síðustu árum og þykir líklegt að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Kjörstaðir opnuðu í morgun en fimm flokkar börðust um atkvæði kjósenda. Á vinstri vængnum sækist Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, og flokkurinn Podemos, eða „Við getum”, eftir því að mynda saman ríkisstjórn.Kjörsókn var með ágætum á Spáni í dag.APÁ hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgarar tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem sótt hefur í sig veðrið í aðdraganda kosninga, en flokkurinn lýsir sig andvígan fjölmenningu og femínisma og hefur hótað að binda endi á sjálfstjórnarhéruð á Spáni á borð við Katalóníu. „Eftir klukkan átta í kvöld, þegar kjörkassar verða opnaðir og atkvæðin talin, þurfa allir flokkar að virða niðurstöður kosninganna, standa vörð um lýðræðið, standa vörð um þjóðina og standa vörð um einingu meðal Spánverja,” sagði Santiago Abascal, leiðtogi Vox, í samtali við spænska fjölmiðla eftir að hafa greitt atkvæði.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.Síðustu útgönguspár spænskra fjölmiðla gerðu ráð fyrir að Vox gæti fengið um 11% atkvæða, Sósíalistar 30%, Lýðflokkurinn um 20% og „Við getum” og Borgarar um 14% hvor. Aftur á móti höfðu um fjórir af hverjum tíu kjósendum ekki gert upp hug sinn samkvæmt síðustu spám fyrir kosningarnar. Kjörsókn var 60,7% tveimur tímum fyrir lokun kjörstaða sem er nokkuð betra en á sama tíma í kosningunum 2016 þegar hún var 51,2%. Líklegt þykir að erfitt geti reynst að mynda stjórn en ennþá á eftir að klára að telja upp úr kjörkössunum.Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. Kjörstöðum var lokað klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. Þá hlýtur Lýðflokkurinn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn 17,8% sem er lakasta útkoman í kosningum í sögu flokksins að því er BBC greinir frá. Hægriöfgaflokkurinn Vox fær samkvæmt þessu 12,1% atkvæða, flokkurinn Við getum fær 16,1% og Borgarar 14,4% samkvæmt útgönguspá. Viðlíka sundrung og ríkt hefur að undanförnu í spænskum stjórnmálum hefur vart sést á síðustu árum og þykir líklegt að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Kjörstaðir opnuðu í morgun en fimm flokkar börðust um atkvæði kjósenda. Á vinstri vængnum sækist Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, og flokkurinn Podemos, eða „Við getum”, eftir því að mynda saman ríkisstjórn.Kjörsókn var með ágætum á Spáni í dag.APÁ hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgarar tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem sótt hefur í sig veðrið í aðdraganda kosninga, en flokkurinn lýsir sig andvígan fjölmenningu og femínisma og hefur hótað að binda endi á sjálfstjórnarhéruð á Spáni á borð við Katalóníu. „Eftir klukkan átta í kvöld, þegar kjörkassar verða opnaðir og atkvæðin talin, þurfa allir flokkar að virða niðurstöður kosninganna, standa vörð um lýðræðið, standa vörð um þjóðina og standa vörð um einingu meðal Spánverja,” sagði Santiago Abascal, leiðtogi Vox, í samtali við spænska fjölmiðla eftir að hafa greitt atkvæði.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.Síðustu útgönguspár spænskra fjölmiðla gerðu ráð fyrir að Vox gæti fengið um 11% atkvæða, Sósíalistar 30%, Lýðflokkurinn um 20% og „Við getum” og Borgarar um 14% hvor. Aftur á móti höfðu um fjórir af hverjum tíu kjósendum ekki gert upp hug sinn samkvæmt síðustu spám fyrir kosningarnar. Kjörsókn var 60,7% tveimur tímum fyrir lokun kjörstaða sem er nokkuð betra en á sama tíma í kosningunum 2016 þegar hún var 51,2%. Líklegt þykir að erfitt geti reynst að mynda stjórn en ennþá á eftir að klára að telja upp úr kjörkössunum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00
Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15