Hætta við að skilja afríska hlaupara útundan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 13:38 Útspil skipuleggjenda hlaupsins vakti mikla athugli. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Bryn Lennon/Getty Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku. Hlaup Ítalía Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku.
Hlaup Ítalía Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira