Þetta varð endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli Leeds og Aston Villa á Elland Road í dag en leikurinn breyttist í eins konar sirkus þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka.
Mateusz Klich kom Leeds í 1-0 á 73.mínútu. Markið skoraði hann á meðan leikmaður Villa lá meiddur á vellinum og vildu Villa menn meina að Leeds ætti að setja boltann útaf.
Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra en fór að lokum svo að leikmenn Leeds leyfðu Albert Adomah jafna metin á 77.mínútu. Í öllum æsingnum á milli markanna fékk Anwar El-Ghazi, leikmaður Aston Villa, að líta rauða spjaldið.
Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Villa sem er sömuleiðis á leið í umspilið.
Sheffield United er því búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð líkt og topplið Norwich.
Maybe I’m the insensitive one but if the ref doesn’t blow his whistle, there is no mandatory stoppage of play. Why did the @AVFCOfficial players stop playing?! @LUFC give the goal back after this but I’m not sure they were in the wrong. pic.twitter.com/Ga1sPfkUKz
— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) April 28, 2019