Telur hugmyndafræðilegan ágreining ekki ríkja um rekstrarform heilbrigðisþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 13:00 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Þingmaður Viðreisnar segir að efling opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi verið á kostnað framlaga til einkarekinnar þjónustu. Ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustu voru til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna sagðist ekki líta svo á að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Það er ágætis sátt um það að vera með þessa blöndu af einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Einkarekstur telur einhvers staðar á bilinu 25-26% af heildarkerfinu okkar og það hefur verið ágætis sátt um þetta. Ég held að það sé enginn á stjórnmálasviðinu að tala fyrir því að fara yfir í algjört opinbert kerfi eða algjört einkakerfi,“ segir Ólafur Þór.„Vopnaður friður” vegna samninga við sérfræðilækna Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, benti á að enn hafi ekki verið gengið frá samningum við sérfræðilækna. „Auðvitað verður lítil framþróun í þessari stöðu. Þetta er svona vopnaður friður getum við sagt þannig að þetta er ekkert ákjósanlegt. En það er verið að tala saman en það er lítill gangur,” segir Þórarinn. Þessi staða hafi aftur á móti sem betur fer ekki bitnað á sjúklingum að sögn Þórarins. Ítrekaði hann að aþjóðlegar kannanir hafi sýnt fram á að Ísland sé meðal fremstu í heimi hvað varðar aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu.Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags ReykjavíkurVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Hvað þetta varðar með einkareksturinn og ríkisreksturinn þá held ég að Íslendingar séu sammála um það að vilja þetta blandaða góða kerfi sem að við höfum búið við hérna áratugum saman,“ segir Þórarinn. „Ég þreytist ekki á því að segja að kerfið okkar er gott eins og það er og við skulum hugsa okkur vandlega um áður en við gerum einhverjar kollsteypur á því.“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaðst sammála um að almennt ríki vilji fyrir að hafa áfram blandað kerfi. „Það er hins vegar staðreynd að í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem að heilbrigðisráðherra hefur talað um að hann vilji styrkja þennan ríkisrekna hluta, þá hefur það verið gert ekki beinlínis með því bara að bæta þar í heldur með tilhliðrunum, það er að segja að það er verið að styrkja ríkisrekna hlutann á kostnað einkarekna hlutans,“ segir Hanna Katrín. Umræðurnar í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Fréttablaðið/GVA Heilbrigðismál Vinstri græn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Þingmaður Viðreisnar segir að efling opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi verið á kostnað framlaga til einkarekinnar þjónustu. Ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustu voru til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna sagðist ekki líta svo á að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Það er ágætis sátt um það að vera með þessa blöndu af einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Einkarekstur telur einhvers staðar á bilinu 25-26% af heildarkerfinu okkar og það hefur verið ágætis sátt um þetta. Ég held að það sé enginn á stjórnmálasviðinu að tala fyrir því að fara yfir í algjört opinbert kerfi eða algjört einkakerfi,“ segir Ólafur Þór.„Vopnaður friður” vegna samninga við sérfræðilækna Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, benti á að enn hafi ekki verið gengið frá samningum við sérfræðilækna. „Auðvitað verður lítil framþróun í þessari stöðu. Þetta er svona vopnaður friður getum við sagt þannig að þetta er ekkert ákjósanlegt. En það er verið að tala saman en það er lítill gangur,” segir Þórarinn. Þessi staða hafi aftur á móti sem betur fer ekki bitnað á sjúklingum að sögn Þórarins. Ítrekaði hann að aþjóðlegar kannanir hafi sýnt fram á að Ísland sé meðal fremstu í heimi hvað varðar aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu.Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags ReykjavíkurVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Hvað þetta varðar með einkareksturinn og ríkisreksturinn þá held ég að Íslendingar séu sammála um það að vilja þetta blandaða góða kerfi sem að við höfum búið við hérna áratugum saman,“ segir Þórarinn. „Ég þreytist ekki á því að segja að kerfið okkar er gott eins og það er og við skulum hugsa okkur vandlega um áður en við gerum einhverjar kollsteypur á því.“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaðst sammála um að almennt ríki vilji fyrir að hafa áfram blandað kerfi. „Það er hins vegar staðreynd að í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem að heilbrigðisráðherra hefur talað um að hann vilji styrkja þennan ríkisrekna hluta, þá hefur það verið gert ekki beinlínis með því bara að bæta þar í heldur með tilhliðrunum, það er að segja að það er verið að styrkja ríkisrekna hlutann á kostnað einkarekna hlutans,“ segir Hanna Katrín. Umræðurnar í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Fréttablaðið/GVA
Heilbrigðismál Vinstri græn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent