Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 10:45 Tíu þúsund hermenn leita nú mögulegra samverkamanna þeirra sem frömdu árásirnar á Páskadag. Tharaka Basnayaka/Getty Faðir og tveir bræður mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaur hryðjuverkaárásanna á kirkjur og hótel á Srí Lanka á Páskadag létust í skotbardaga þegar herinn gerði áhlaup á húsnæði í þeirra umsjá. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar þar í landi og fjölskyldumeðlim höfuðpaursins. Mennirnir þrír, Zainee Hashim, Rilwan Hashim og faðirinn Mohamed Hashim voru meðal þeirra 15 sem féllu í skotbardaga milli hermanna og íslamskra vígamanna á föstudag. Þremenningarnir höfðu áður sést á myndbandi sem gekk á milli sem gengur nú um samfélagsmiðla þar sem þeir lýstu stríði á hendur þeim sem aðhylltust ekki Íslam. Mennirnir í myndbandinu voru meðal þeirra sem létust í árásinni en Niyaz Sharif, mágur Zahran Hashim, sem talinn er vera aðalmaðurinn á bak við árásirnar, staðfesti við fjölmiðla að mennirnir þrír væru bræður hans og faðir. Yfirvöld telja Zahran sjálfan hafa sprengt sig í loft upp í einni árásanna á Páskadag. Mikil ólga ríkir á Srí Lanka í kjölfar árásanna sem heimtu líf yfir 250 einstaklinga, en stjórnvöld þar í landi óttast að fleiri sem hyggja á sjálfsmorðssprengjuárásir gangi lausir. Tíu þúsund hermenn hafa verið kallaðir út víðs vegar um eyjuna til þess að leita að meðlimum tveggja íslamskra vígahópa sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðisverkunum. Yfir 100 manns eru í haldi stjórnvalda, meðal annars erlendir aðilar frá Egyptalandi og Sýrlandi. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Faðir og tveir bræður mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaur hryðjuverkaárásanna á kirkjur og hótel á Srí Lanka á Páskadag létust í skotbardaga þegar herinn gerði áhlaup á húsnæði í þeirra umsjá. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar þar í landi og fjölskyldumeðlim höfuðpaursins. Mennirnir þrír, Zainee Hashim, Rilwan Hashim og faðirinn Mohamed Hashim voru meðal þeirra 15 sem féllu í skotbardaga milli hermanna og íslamskra vígamanna á föstudag. Þremenningarnir höfðu áður sést á myndbandi sem gekk á milli sem gengur nú um samfélagsmiðla þar sem þeir lýstu stríði á hendur þeim sem aðhylltust ekki Íslam. Mennirnir í myndbandinu voru meðal þeirra sem létust í árásinni en Niyaz Sharif, mágur Zahran Hashim, sem talinn er vera aðalmaðurinn á bak við árásirnar, staðfesti við fjölmiðla að mennirnir þrír væru bræður hans og faðir. Yfirvöld telja Zahran sjálfan hafa sprengt sig í loft upp í einni árásanna á Páskadag. Mikil ólga ríkir á Srí Lanka í kjölfar árásanna sem heimtu líf yfir 250 einstaklinga, en stjórnvöld þar í landi óttast að fleiri sem hyggja á sjálfsmorðssprengjuárásir gangi lausir. Tíu þúsund hermenn hafa verið kallaðir út víðs vegar um eyjuna til þess að leita að meðlimum tveggja íslamskra vígahópa sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðisverkunum. Yfir 100 manns eru í haldi stjórnvalda, meðal annars erlendir aðilar frá Egyptalandi og Sýrlandi.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00
Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37
Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19