Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 16:00 Kjarninn var gagnrýninn á ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og Leiðréttinguna þegar Sigurður Már (t.v.) var upplýsingafulltrúi hennar. Þórður Snær (t.h.) skrifaði meðal annars leiðara gegn Leiðréttingunni. Vísir Ritstjóri vefmiðilsins Kjarnans sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um rangfærslur og samsæriskenningar um miðilinn. Í grein í tímaritinu Þjóðmálum setur upplýsingafulltrúinn spurningamerki við að Kjarninn geti átt rétt á ríkisstyrkjum til fjölmiðla verði þeir að veruleika. Sigurður Már Jónsson, fyrrum upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokks og fyrrverandi varaformaður Blaðamannafélags Íslands, fullyrðir að Kjarninn hafi verið settur á fót af vinstrimönnum til að veita ríkisstjórninni sem hann starfaði fyrir mótstöðu árið 2013. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Þjóðmál. Í greininni, sem ber fyrirsögnina „Kjarninn - að kaupa sig til áhrifa“, staðhæfir Sigurður Már að rekstur Kjarnans sé þungur, lesturinn lítill, takmörkuð frumvinnsla frétta eigi sér stað á ritstjórn miðilsins sem hafi ennfremur rík tengsl við vinstrisinnaða flokka og fjölmiðla. Setur hann það í samhengi við fjölmiðlafrumvarp sem er í vinnslu hjá ríkisstjórninni. Rætt hefur verið um að með því yrði kveðið á um ríkisstyrki til fjölmiðla sem uppfylli ákveðin skilyrði. „Mikið álitamál er þó enn hvort miðillinn uppfyllir kröfur þær sem gerðar eru til styrkhæfra fjölmiðla, þar sem sáralítið er þar um frumframleiðslu frétta, en slíkt verður tíminn að leiða í ljós,“ skrifar Sigurður Már sem titlar sig sem blaðamann. Hann var um tíma ritstjóri Viðskiptablaðsins og stafaði einnig á Morgunblaðinu. Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið í burðarliðnum. Þar eru tillögur um styrki til einkarekinna fjölmiðla sem uppfylli ákveðin skilyrði. Dregist hefur á langinn að kynna það í ríkisstjórn en ráðherra segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísi að hún stefni enn á að leggja frumvarpið fram á vorþingi.Segir reksturinn sjálfbæran Í samtali við Vísi hafnar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og einn stofnenda Kjarnans, fullyrðingum Sigurðar Más og segir grein hans fulla af rangfærslum og samsæriskenningum sem varða meðal annars stofnun Kjarnans, rekstur og hlutverk í fjölmiðlalandslaginu. „Það er varla stafur þarna sem á sér stað í raunveruleikanum nema litlar upplýsingar úr ársreikningum,“ segir Þórður Snær sem furðar sig á því að maður sem hafi setið í stjórn Blaðamannafélagsins telji eðlilegt að skrifa grein sem þessa. Sigurður Már vitnar í ársreikninga Kjarnans til og með 2017 sem sýna tap á rekstri miðilsins. Í svargrein sem Þórður Snær birti á Kjarnanum fullyrðir ritstjórinn að rekstur Kjarnans hafi verið sjálfbær frá haustinu 2017. Þá vísar hann einnig á bug að hörgull sé á frumunnum fréttum á Kjarnanum, þvert á fullyrðingar fyrrum upplýsingafulltrúans. Fleiri en þúsund frumunnar fréttir og fréttaskýringar hafi verið birtar það sem af er ári. Um staðhæfingu Sigurðar Más að lestur kjarnans sé svo lítill að vefsíðan komist ekki á lista í vefmælingum bendir Þórður Snær á að Kjarninn taki ekki þátt í þeim. Gerði hann það væri Kjarninn reglulega í 6.-8. sæti yfir mest lesnu vefsíður landsins. Ekki sé nýtt að reynt sé að spyrða Kjarnanum saman við stjórnmálaflokka. Segist Þórður Snær hins vegar klóra sér í hausnum yfir því hvernig Sigurði Má takist að bendla Kjarnann við afar ólíka stjórnmálaflokka, innan og utan ríkisstjórnar. Í greininni fullyrðir Sigurður Már að Kjarninn aðhyllist „borgaralega vinstristefnu“ Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar.Sigurður Már hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands. Hann hefur titlað sig blaðamann eftir að hann hætti sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.VísirSegir umfjöllun um mál blaðakonu ósmekklega Sérstaklega er Þórður Snær þó ósáttur við umfjöllun Sigurðar Más um mál Báru Huldar Beck, blaðamanns Kjarnans, sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi hluthafi í Kjarnanum, viðurkenndi í vetur að hafa áreitt. Hún svaraði síðar yfirlýsingu Ágústs Ólafs og gaf ítarlegri lýsingu á atvikinu en hann greindi frá. Í grein sinni segir Sigurður Már að Kjarninn hafi ekki fjallað um atvikið fyrr en greint var frá því annars staðar og litlar fréttir hafi verið fluttar af viðbrögðum stjórnenda Kjarnans við því. Yfirlýsingar Ágústs Ólafs og Báru Huldar hafi verið látnar nægja sem umfjöllun. Þá fullyrðir hann að augljóst sé að Bára Huld hafi ekki verið ánægð með hvernig tekið var á máli hennar. Þórður Snær segir að steininn hafi tekið úr þegar Sigurður Már hafi gert Báru Huld upp skoðanir um hvernig hún upplifði umfjöllun um atvikið sem hún varð fyrir. „Það finnst mér ósmekklegt á stigi sem ég hef ekki séð áður,“ segir hann við Vísi. Í svargrein sinni á Kjarnanum segir Þórður Snær jafnframt að viðbrögð stjórnenda hafi verið í samræmi við vilja Báru Huldar og að miðillinn hafi verið vanhæfur til að fjalla um málið efnislega í fréttaskrifum. Bára Huld staðfesti við Vísi að Sigurður Már hefði ekki haft samband við sig áður en hann birti grein sína. Hún vildi ekki tjá sig frekar um fullyrðingar hans. Sigurður Már Jónsson vildi ekki tjá sig um grein sín í Þjóðmálum við Vísi þegar eftir því var leitað í dag. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Ritstjóri vefmiðilsins Kjarnans sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um rangfærslur og samsæriskenningar um miðilinn. Í grein í tímaritinu Þjóðmálum setur upplýsingafulltrúinn spurningamerki við að Kjarninn geti átt rétt á ríkisstyrkjum til fjölmiðla verði þeir að veruleika. Sigurður Már Jónsson, fyrrum upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokks og fyrrverandi varaformaður Blaðamannafélags Íslands, fullyrðir að Kjarninn hafi verið settur á fót af vinstrimönnum til að veita ríkisstjórninni sem hann starfaði fyrir mótstöðu árið 2013. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Þjóðmál. Í greininni, sem ber fyrirsögnina „Kjarninn - að kaupa sig til áhrifa“, staðhæfir Sigurður Már að rekstur Kjarnans sé þungur, lesturinn lítill, takmörkuð frumvinnsla frétta eigi sér stað á ritstjórn miðilsins sem hafi ennfremur rík tengsl við vinstrisinnaða flokka og fjölmiðla. Setur hann það í samhengi við fjölmiðlafrumvarp sem er í vinnslu hjá ríkisstjórninni. Rætt hefur verið um að með því yrði kveðið á um ríkisstyrki til fjölmiðla sem uppfylli ákveðin skilyrði. „Mikið álitamál er þó enn hvort miðillinn uppfyllir kröfur þær sem gerðar eru til styrkhæfra fjölmiðla, þar sem sáralítið er þar um frumframleiðslu frétta, en slíkt verður tíminn að leiða í ljós,“ skrifar Sigurður Már sem titlar sig sem blaðamann. Hann var um tíma ritstjóri Viðskiptablaðsins og stafaði einnig á Morgunblaðinu. Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið í burðarliðnum. Þar eru tillögur um styrki til einkarekinna fjölmiðla sem uppfylli ákveðin skilyrði. Dregist hefur á langinn að kynna það í ríkisstjórn en ráðherra segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísi að hún stefni enn á að leggja frumvarpið fram á vorþingi.Segir reksturinn sjálfbæran Í samtali við Vísi hafnar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og einn stofnenda Kjarnans, fullyrðingum Sigurðar Más og segir grein hans fulla af rangfærslum og samsæriskenningum sem varða meðal annars stofnun Kjarnans, rekstur og hlutverk í fjölmiðlalandslaginu. „Það er varla stafur þarna sem á sér stað í raunveruleikanum nema litlar upplýsingar úr ársreikningum,“ segir Þórður Snær sem furðar sig á því að maður sem hafi setið í stjórn Blaðamannafélagsins telji eðlilegt að skrifa grein sem þessa. Sigurður Már vitnar í ársreikninga Kjarnans til og með 2017 sem sýna tap á rekstri miðilsins. Í svargrein sem Þórður Snær birti á Kjarnanum fullyrðir ritstjórinn að rekstur Kjarnans hafi verið sjálfbær frá haustinu 2017. Þá vísar hann einnig á bug að hörgull sé á frumunnum fréttum á Kjarnanum, þvert á fullyrðingar fyrrum upplýsingafulltrúans. Fleiri en þúsund frumunnar fréttir og fréttaskýringar hafi verið birtar það sem af er ári. Um staðhæfingu Sigurðar Más að lestur kjarnans sé svo lítill að vefsíðan komist ekki á lista í vefmælingum bendir Þórður Snær á að Kjarninn taki ekki þátt í þeim. Gerði hann það væri Kjarninn reglulega í 6.-8. sæti yfir mest lesnu vefsíður landsins. Ekki sé nýtt að reynt sé að spyrða Kjarnanum saman við stjórnmálaflokka. Segist Þórður Snær hins vegar klóra sér í hausnum yfir því hvernig Sigurði Má takist að bendla Kjarnann við afar ólíka stjórnmálaflokka, innan og utan ríkisstjórnar. Í greininni fullyrðir Sigurður Már að Kjarninn aðhyllist „borgaralega vinstristefnu“ Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar.Sigurður Már hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands. Hann hefur titlað sig blaðamann eftir að hann hætti sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.VísirSegir umfjöllun um mál blaðakonu ósmekklega Sérstaklega er Þórður Snær þó ósáttur við umfjöllun Sigurðar Más um mál Báru Huldar Beck, blaðamanns Kjarnans, sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi hluthafi í Kjarnanum, viðurkenndi í vetur að hafa áreitt. Hún svaraði síðar yfirlýsingu Ágústs Ólafs og gaf ítarlegri lýsingu á atvikinu en hann greindi frá. Í grein sinni segir Sigurður Már að Kjarninn hafi ekki fjallað um atvikið fyrr en greint var frá því annars staðar og litlar fréttir hafi verið fluttar af viðbrögðum stjórnenda Kjarnans við því. Yfirlýsingar Ágústs Ólafs og Báru Huldar hafi verið látnar nægja sem umfjöllun. Þá fullyrðir hann að augljóst sé að Bára Huld hafi ekki verið ánægð með hvernig tekið var á máli hennar. Þórður Snær segir að steininn hafi tekið úr þegar Sigurður Már hafi gert Báru Huld upp skoðanir um hvernig hún upplifði umfjöllun um atvikið sem hún varð fyrir. „Það finnst mér ósmekklegt á stigi sem ég hef ekki séð áður,“ segir hann við Vísi. Í svargrein sinni á Kjarnanum segir Þórður Snær jafnframt að viðbrögð stjórnenda hafi verið í samræmi við vilja Báru Huldar og að miðillinn hafi verið vanhæfur til að fjalla um málið efnislega í fréttaskrifum. Bára Huld staðfesti við Vísi að Sigurður Már hefði ekki haft samband við sig áður en hann birti grein sína. Hún vildi ekki tjá sig frekar um fullyrðingar hans. Sigurður Már Jónsson vildi ekki tjá sig um grein sín í Þjóðmálum við Vísi þegar eftir því var leitað í dag.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17
Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00
Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57