Of dýrir bankar Hörður Ægisson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur. Það er enda beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Tíðar fréttir að undanförnu af milljarða útlánatöpum Arion banka, meðal annars vegna gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera Air, eru áminning um þessi sannindi. Bankinn stendur traustum fótum, rétt eins og íslensku bankarnir almennt, og getur því tekið á sig slíkt fjárhagslegt högg. Í stóra samhenginu, hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða heildarútlánasafns bankans, þá eru fjárhæðirnar sem um ræðir hverfandi. Það skiptir meira máli fyrir bankana en einstaka útlánatöp að leita leiða til að bæta arðsemi af grunnrekstri sínum. Samanlögð arðsemi eigin fjár stóru bankanna var rétt yfir sex prósentum 2018 og dróst saman um fimmtung á milli ára. Í nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans er bent á að arðsemi viðskiptabankanna, sem eru að tveimur þriðju í eigu skattgreiðenda, hafi aðeins verið um einni prósentu meiri en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Strangar eiginfjárkröfur og háir sértækir skattar, margfalt meiri en þekkist í okkar nágrannaríkjum, gera bönkunum erfitt um vik að skila viðunandi arðsemi. Þótt starfsmönnum haldi áfram að fækka þá hefur rekstrarkostnaður aukist meira en tekjur bankanna. Kostnaðarhlutfall þeirra nú hefur ekki mælst hærra frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir. Í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Öllum má vera ljóst að róttækari hagræðingaraðgerða er þörf til að bæta þar úr. Ekki er hins vegar við því að búast að stór skref verði stigin í þá átt á meðan stærstur hluti bankakerfisins er án virkra eigenda. Það verður líklega hlutverk nýs forstjóra Arion banka, eina bankans sem er í eigu einkaaðila og skráður á markað, að taka forystu í þeim efnum. Brotthvarf Höskuldar Ólafssonar, sem hafði stýrt Arion í um níu ár, kom engum á óvart sem til þekktu. Með tilkomu nýrra hluthafa og umtalsverðri uppstokkun á stjórn bankans var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær breytingar yrðu gerðar á bankastjórastólnum. Eigendur bankans, sem eru einkum erlendir fjárfestingarsjóðir, voru orðnir langeygir eftir aðgerðum til að minnka rekstrarkostnað og bæta arðsemi bankans, sem var aðeins rúmlega þrjú prósent í fyrra. Fyrir stjórnvöld eru umtalsverðir hagsmunir af því að það takist snúa þeirri stöðu við. Kröfuhafar Kaupþings eiga enn tuttugu prósenta hlut í bankanum, sem verður seldur í fyllingu tímans, en samkvæmt afkomuskiptasamningi mun söluandvirðið að stórum hluta falla í skaut ríkissjóðs. Vandinn er þessi: Bankarnir eru of dýrir í rekstri, offjármagnaðir og of einsleitir. Þetta þarf að breytast. Þeirri óhagkvæmni sem við sjáum í rekstri og fjármögnun bankanna, sem starfa nær eingöngu á heimamarkaði, er óhjákvæmilega velt yfir á viðskiptavinina. Með öðrum orðum eru það íslensk heimili og fyrirtæki sem þurfa að bera kostnaðinn. Þau hafa því ríka hagsmuni af því að það takist að koma á hagkvæmara fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Íslenskir bankar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Bankarekstur er í eðli sínu áhættusamur. Það er enda beinlínis hlutverk fjármálastofnana að taka áhættu með viðskiptavinum sínum. Tíðar fréttir að undanförnu af milljarða útlánatöpum Arion banka, meðal annars vegna gjaldþrots flugfélaganna WOW air og Primera Air, eru áminning um þessi sannindi. Bankinn stendur traustum fótum, rétt eins og íslensku bankarnir almennt, og getur því tekið á sig slíkt fjárhagslegt högg. Í stóra samhenginu, hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða heildarútlánasafns bankans, þá eru fjárhæðirnar sem um ræðir hverfandi. Það skiptir meira máli fyrir bankana en einstaka útlánatöp að leita leiða til að bæta arðsemi af grunnrekstri sínum. Samanlögð arðsemi eigin fjár stóru bankanna var rétt yfir sex prósentum 2018 og dróst saman um fimmtung á milli ára. Í nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans er bent á að arðsemi viðskiptabankanna, sem eru að tveimur þriðju í eigu skattgreiðenda, hafi aðeins verið um einni prósentu meiri en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Strangar eiginfjárkröfur og háir sértækir skattar, margfalt meiri en þekkist í okkar nágrannaríkjum, gera bönkunum erfitt um vik að skila viðunandi arðsemi. Þótt starfsmönnum haldi áfram að fækka þá hefur rekstrarkostnaður aukist meira en tekjur bankanna. Kostnaðarhlutfall þeirra nú hefur ekki mælst hærra frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir. Í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Öllum má vera ljóst að róttækari hagræðingaraðgerða er þörf til að bæta þar úr. Ekki er hins vegar við því að búast að stór skref verði stigin í þá átt á meðan stærstur hluti bankakerfisins er án virkra eigenda. Það verður líklega hlutverk nýs forstjóra Arion banka, eina bankans sem er í eigu einkaaðila og skráður á markað, að taka forystu í þeim efnum. Brotthvarf Höskuldar Ólafssonar, sem hafði stýrt Arion í um níu ár, kom engum á óvart sem til þekktu. Með tilkomu nýrra hluthafa og umtalsverðri uppstokkun á stjórn bankans var ljóst að það væri aðeins tímaspursmál hvenær breytingar yrðu gerðar á bankastjórastólnum. Eigendur bankans, sem eru einkum erlendir fjárfestingarsjóðir, voru orðnir langeygir eftir aðgerðum til að minnka rekstrarkostnað og bæta arðsemi bankans, sem var aðeins rúmlega þrjú prósent í fyrra. Fyrir stjórnvöld eru umtalsverðir hagsmunir af því að það takist snúa þeirri stöðu við. Kröfuhafar Kaupþings eiga enn tuttugu prósenta hlut í bankanum, sem verður seldur í fyllingu tímans, en samkvæmt afkomuskiptasamningi mun söluandvirðið að stórum hluta falla í skaut ríkissjóðs. Vandinn er þessi: Bankarnir eru of dýrir í rekstri, offjármagnaðir og of einsleitir. Þetta þarf að breytast. Þeirri óhagkvæmni sem við sjáum í rekstri og fjármögnun bankanna, sem starfa nær eingöngu á heimamarkaði, er óhjákvæmilega velt yfir á viðskiptavinina. Með öðrum orðum eru það íslensk heimili og fyrirtæki sem þurfa að bera kostnaðinn. Þau hafa því ríka hagsmuni af því að það takist að koma á hagkvæmara fjármálakerfi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun