Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. apríl 2019 21:00 Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture ehf. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. Þeir segjast vera með umhverfisvænt lokað kerfi sem hljóti að vera framtíðin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Laxeldiskvíar norska fyrirtæksins eru nú á þremur stöðum í Norður-Noregi en hugmyndin er að nota samskonar kvíar til að byggja upp tuttugu þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. „Þetta svínvirkar,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture ehf., en hann er Bolvíkingur og lærður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Lokaðar sjókvíar, samskonar þeim sem Akvafuture vill nota í Eyjafirði, eru nú á þremur svæðum í Norður-Noregi.Mynd/Akvafuture.Starfsemi systurfyrirtækis Akvafuture í Noregi hófst fyrir tveimur árum, þar starfa nú um fjörutíu manns og framleiðslan stefnir í sex þúsund tonn í ár, - af fiski sem Rögnvaldur segir aldrei hafa séð annað en níðsterkan svartan dúk, sem hann veifar. Akvafuture hefur frá því haustið 2017 undirbúið umsókn á eldi í lokuðum kvíum á sex stöðum í Eyjafirði. „Það er ekki laxalús sem kemur á fiskinn okkar. Við stjórnum lífkerfinu í þessum kvíum okkar. Og við tökum upp töluverðan hluta, - stærstan hluta, af úrganginum sem fellur til við eldið.“ Úrgangurinn er svo endurnýttur í lífeldsneyti. „Og er notaður til að drífa strætó í Þrándheimi í Noregi.“Stærstur hluit af úrganginum, sem fellur til, er endurnýttur til að knýja strætisvagna í Þrándheimi.Mynd/Akvafuture.Rögnvaldur segir áformin í Eyjafirði nú í uppnámi, vegna ákvæðis í frumvarpi ráðherra um að firðir sem ekki hafa verið burðarþolsmetnir, fari í útboð. Þetta þýði að fyrirtæki sem unnið hafi að umhverfismati á viðkomandi svæði fá ekki að halda þeirri vinnu áfram. „Við höfum miklar áhyggjur af því að sú mikla vinna, sem við erum þegar búnir að leggja í, hún verði til einskis.“ Hann segist ekki vera að biðja um forgang heldur að jafnræðis verði gætt og nefnir sem dæmi Ísafjarðardjúp, sem búið sé að burðarþolsmeta. „Ef það svæði á ekki að fara í útboð þá finnst okkur við ekki sitja við sama borð og önnur fyrirtæki, sem þegar hafa haslað sér völl hér við Ísland.“Ráðamenn Akvafuture vonast til að meiri sátt geti náðst um fiskeldi í lokuðum sjókvíum sem þessum.Mynd/Akvafuture.Rögnvaldur kveðst vona að meiri sátt geti náðst um sjókvíaeldi í lokuðum kerfum. „Ég er ekki að segja að við séum með einu lausnina. Það er fullt af fyrirtækjum í Noregi sem er að vinna allskonar þróunarstarf í kringum lokuð, umhverfisvæn kerfi. Þetta hlýtur að vera framtíðin,“ segir framkvæmdastjóri Akvafuture ehf. Hér má sjá viðtalið við Rögnvald: Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Grýtubakkahreppur Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði hófst í Hofi í morgun. 19. janúar 2019 11:42 Lagði fram frumvarp um fiskeldi Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði lögfest og heildarframleiðslumagn frjórra laxa byggi á því mati. 6. mars 2019 06:00 Verndarsjóður kynnir kosti fiskeldis á landi eða í lokuðum sjókvíum Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund, hóf á fimmtudag kynningarátakið Á móti straumnum. Er það um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. 3. nóvember 2018 08:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. Þeir segjast vera með umhverfisvænt lokað kerfi sem hljóti að vera framtíðin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Laxeldiskvíar norska fyrirtæksins eru nú á þremur stöðum í Norður-Noregi en hugmyndin er að nota samskonar kvíar til að byggja upp tuttugu þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. „Þetta svínvirkar,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akvafuture ehf., en hann er Bolvíkingur og lærður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Lokaðar sjókvíar, samskonar þeim sem Akvafuture vill nota í Eyjafirði, eru nú á þremur svæðum í Norður-Noregi.Mynd/Akvafuture.Starfsemi systurfyrirtækis Akvafuture í Noregi hófst fyrir tveimur árum, þar starfa nú um fjörutíu manns og framleiðslan stefnir í sex þúsund tonn í ár, - af fiski sem Rögnvaldur segir aldrei hafa séð annað en níðsterkan svartan dúk, sem hann veifar. Akvafuture hefur frá því haustið 2017 undirbúið umsókn á eldi í lokuðum kvíum á sex stöðum í Eyjafirði. „Það er ekki laxalús sem kemur á fiskinn okkar. Við stjórnum lífkerfinu í þessum kvíum okkar. Og við tökum upp töluverðan hluta, - stærstan hluta, af úrganginum sem fellur til við eldið.“ Úrgangurinn er svo endurnýttur í lífeldsneyti. „Og er notaður til að drífa strætó í Þrándheimi í Noregi.“Stærstur hluit af úrganginum, sem fellur til, er endurnýttur til að knýja strætisvagna í Þrándheimi.Mynd/Akvafuture.Rögnvaldur segir áformin í Eyjafirði nú í uppnámi, vegna ákvæðis í frumvarpi ráðherra um að firðir sem ekki hafa verið burðarþolsmetnir, fari í útboð. Þetta þýði að fyrirtæki sem unnið hafi að umhverfismati á viðkomandi svæði fá ekki að halda þeirri vinnu áfram. „Við höfum miklar áhyggjur af því að sú mikla vinna, sem við erum þegar búnir að leggja í, hún verði til einskis.“ Hann segist ekki vera að biðja um forgang heldur að jafnræðis verði gætt og nefnir sem dæmi Ísafjarðardjúp, sem búið sé að burðarþolsmeta. „Ef það svæði á ekki að fara í útboð þá finnst okkur við ekki sitja við sama borð og önnur fyrirtæki, sem þegar hafa haslað sér völl hér við Ísland.“Ráðamenn Akvafuture vonast til að meiri sátt geti náðst um fiskeldi í lokuðum sjókvíum sem þessum.Mynd/Akvafuture.Rögnvaldur kveðst vona að meiri sátt geti náðst um sjókvíaeldi í lokuðum kerfum. „Ég er ekki að segja að við séum með einu lausnina. Það er fullt af fyrirtækjum í Noregi sem er að vinna allskonar þróunarstarf í kringum lokuð, umhverfisvæn kerfi. Þetta hlýtur að vera framtíðin,“ segir framkvæmdastjóri Akvafuture ehf. Hér má sjá viðtalið við Rögnvald:
Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Grýtubakkahreppur Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði hófst í Hofi í morgun. 19. janúar 2019 11:42 Lagði fram frumvarp um fiskeldi Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði lögfest og heildarframleiðslumagn frjórra laxa byggi á því mati. 6. mars 2019 06:00 Verndarsjóður kynnir kosti fiskeldis á landi eða í lokuðum sjókvíum Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund, hóf á fimmtudag kynningarátakið Á móti straumnum. Er það um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. 3. nóvember 2018 08:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41
Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði hófst í Hofi í morgun. 19. janúar 2019 11:42
Lagði fram frumvarp um fiskeldi Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði lögfest og heildarframleiðslumagn frjórra laxa byggi á því mati. 6. mars 2019 06:00
Verndarsjóður kynnir kosti fiskeldis á landi eða í lokuðum sjókvíum Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund, hóf á fimmtudag kynningarátakið Á móti straumnum. Er það um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. 3. nóvember 2018 08:15
Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30
Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15
Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30