Fimm ára drengur varð vitni að morðum á móður sinni og bróður Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 17:59 Borgin Adeje á suðvestur hluta Tenerife. Fjöllin þar sem drengurinn fannst sjást í bakgrunni. Getty/Laszlo Szirtesi Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári. Spánn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Fimm ára gamall þýskur drengur leiddi spænsku lögregluna að líkum móður sinnar og tíu ára bróður sem falin voru í helli á spænsku eyjunni Tenerife. Faðir drengjanna, sem einnig er þýskur, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa myrt konu sína og son. Drengurinn fannst ráfandi um í fjöllunum nálægt borginni Adeje, moldugur og grátandi á þriðjudag af íbúum svæðisins. Fram hefur komið í spænskum fjölmiðlum að konan hafi komið ásamt sonum sínum til eyjarinnar á mánudag til að heimsækja föður þeirra, en hann er búsettur á eyjunni. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu eftir nokkur átök við lögreglu. Málið er talið vera heimilisofbeldi og hefur spænska ríkisstjórnin fordæmt það gríðarlega á Twitter á þeim forsendum. Carmen Calvo, aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði málið „hrottafengið kynbundið morð.“ Spænska fréttastofan El País sagði hellinn hafa fundist eftir langa leit í mikilli þoku og hafi úr sem legið hafi á jörðinni beint leitarhópnum í rétta átt. Konan sem fann drenginn, sem ber nafnið Rosi, lýsti því fyrir spænskum fjölmiðlum þegar hún fann drenginn. Hann hafi verið í miklu uppnámi, þreyttur og hræddur. Hún skilji sjálf ekki þýsku en hafi náð í vin sinn sem skildi þýsku sem þýddi fyrir hana sögu drengsins. Hann hafi lýst fyrir þeim hvernig hann hafi „sloppið og hlaupið í burtu.“ Drengurinn er nú í umsjá barnaverndarnefndar Kanarí eyja en þýskur ættingi hans sé á leiðinni til eyjunnar með hjálp þýsks ræðismannsembættis, til að hitta drenginn. Cristina Valido, talsmaður yfirvalda Kanarí eyja, sagði í samtali við fjölmiðla að „þótt það væri freistandi að leifa drengnum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar og heimalands síns er svo mál með vexti að hann varð vitni að glæp og það er í höndum dómskerfisins að ákveða hvenær hann fær að snúa aftur heim.“ Kynbundnir glæpir eru mjög algengir á Spáni og að sögn Calvo hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum sínum á þessu ári.
Spánn Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira