Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2019 15:36 Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. Vísir/getty Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. McEwan gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en þakkarræða höfundarins var sýnd á skjávarpa á málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í dag í Veröld, húsi Vigdísar. McEwan er þó væntanlegur til Íslands í september þar sem hann veitir verðlaununum viðtöku. Í skilaboðum frá höfundinum kom hann á framfæri djúpstætt þakklæti sitt og sagðist hlakka til að koma til Reykjavíkur í haust. Verðlaunin nema 15.000 evrum eða rúmum tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Ferill Ians McEwan spannar næstum því hálfa öld en þekktastur er hann fyrir skáldsögurnar Friðþægingu (2001), Steinsteypugarðinn (1978) og Vinarþel ókunnugra (1981). Höfundarverkið spannar átján útgefin verk og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar yfir í breiðari samfélags-og mannlífslýsingar og sögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. McEwan gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en þakkarræða höfundarins var sýnd á skjávarpa á málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í dag í Veröld, húsi Vigdísar. McEwan er þó væntanlegur til Íslands í september þar sem hann veitir verðlaununum viðtöku. Í skilaboðum frá höfundinum kom hann á framfæri djúpstætt þakklæti sitt og sagðist hlakka til að koma til Reykjavíkur í haust. Verðlaunin nema 15.000 evrum eða rúmum tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Ferill Ians McEwan spannar næstum því hálfa öld en þekktastur er hann fyrir skáldsögurnar Friðþægingu (2001), Steinsteypugarðinn (1978) og Vinarþel ókunnugra (1981). Höfundarverkið spannar átján útgefin verk og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar yfir í breiðari samfélags-og mannlífslýsingar og sögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers.
Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira