Myndskeið af árásarmanni birt Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 15:37 Eitt fórnarlamba árásanna í Srí Lanka borið til grafar. Getty/Chamila Karunarathne Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. Fréttastofa Sky news birti myndband af árásarmanninum úr öryggismyndavél við hótelið. Maðurinn, sem ber nafnið Abdul Lathief Jameel Muhamed, er talinn hafa framið voðaverkið, en hann var stúdent í Bretlandi á árunum 2006-2007. Í myndbandinu, sem tekið var upp á öryggismyndavél fyrir utan hótelið, sést Muhamed standa fyrir utan hótelið áður en hann, talinn íklæddur sprengjuvesti, virkjaði sprengjuna. Myndbandið kom fram eftir að lögreglan í Srí Lanka lagði fram beiðni um að fá upplýsingar um þrjár konur og einn mann sem talin eru hafa átt aðild að árásunum. Lögreglan birti myndir af þeim grunuðu, sem öll virðast vera á þrítugs aldri, en tóku ekki fram hvernig fjórmenningarnir tengdust árásunum. Mohamed er talinn vera einn þeirra níu sem frömdu árásirnar, sem beint var að kirkjum og hótelum á Srí Lanka, sem bönuðu 253 einstaklingum og særðu meira en 500. Borin hafa verið kennsl á átta af þeim níu sem frömdu sjálfsvígsárásirnar, en Ruwan Wijewardene, varnarmálaráðherra landsins, sagði þau öll hafa verið vel menntuð og af vel efnuðu fólki komin. Kona, sem talin er hafa verið eiginkona eins sjálfsvígssprengjumannanna, sprengdi sig í loft upp á heimili tengdaföður síns, sem hefur nú verið tekinn í varðhald, samkvæmt fyrrverandi sjóhersforingja Srí Lanka. Tveir sona hans eru sagðir hafa verið sprengjumenn. Mohamad, sem var fæddur árið 1982, er talinn hafa stundað nám í suðaustur Englandi á árunum 2006-2007. Hann kláraði síðar nám í Ástralíu áður en hann flutti aftur til Srí Lanka. Lögreglan hefur að svo stöddu handtekið 60 manns í tengslum við málið, sem allir eru ríkisborgarar Srí Lanka og 32 þeirra eru enn í varðhaldi. Yfirvöld hafa sagt hópinn National Thowfeek Jamaath hópinn bera ábyrgð á árásunum en á þriðjudag tóku samtök sem kenna sig við íslamskt ríki ábyrgð á voðaverkunum rétt áður en þau birtu myndskeið af leiðtoga National Thowfeek Jamaath hópsins sverja Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur játað að leyniþjónusta landsins hafi búið yfir upplýsingum sem hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar hefðu þær verið nýttar á réttan hátt. Hann sagði upplýsingaflæði ekki hafa verið nógu gott. Lakshman Kiriella, þingforseti Srí Lanka, sagði hátt setta leyniþjónustumenn hafa leynt upplýsingunum viljandi og að upplýsingarnar hafi verið til staðar, en háttsettir leyniþjónustumenn hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir. „Einhver stjórnar þessum háttsettu leyniþjónustumönnum. Varnarmálaráðið er að taka þátt í stjórnmálum. Þetta verður að rannsaka.“Uppfært kl. 17:15Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tala látinna væri 359 en nýjar tölur hafa síðan komið fram og er tala látinna nú 253. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. Fréttastofa Sky news birti myndband af árásarmanninum úr öryggismyndavél við hótelið. Maðurinn, sem ber nafnið Abdul Lathief Jameel Muhamed, er talinn hafa framið voðaverkið, en hann var stúdent í Bretlandi á árunum 2006-2007. Í myndbandinu, sem tekið var upp á öryggismyndavél fyrir utan hótelið, sést Muhamed standa fyrir utan hótelið áður en hann, talinn íklæddur sprengjuvesti, virkjaði sprengjuna. Myndbandið kom fram eftir að lögreglan í Srí Lanka lagði fram beiðni um að fá upplýsingar um þrjár konur og einn mann sem talin eru hafa átt aðild að árásunum. Lögreglan birti myndir af þeim grunuðu, sem öll virðast vera á þrítugs aldri, en tóku ekki fram hvernig fjórmenningarnir tengdust árásunum. Mohamed er talinn vera einn þeirra níu sem frömdu árásirnar, sem beint var að kirkjum og hótelum á Srí Lanka, sem bönuðu 253 einstaklingum og særðu meira en 500. Borin hafa verið kennsl á átta af þeim níu sem frömdu sjálfsvígsárásirnar, en Ruwan Wijewardene, varnarmálaráðherra landsins, sagði þau öll hafa verið vel menntuð og af vel efnuðu fólki komin. Kona, sem talin er hafa verið eiginkona eins sjálfsvígssprengjumannanna, sprengdi sig í loft upp á heimili tengdaföður síns, sem hefur nú verið tekinn í varðhald, samkvæmt fyrrverandi sjóhersforingja Srí Lanka. Tveir sona hans eru sagðir hafa verið sprengjumenn. Mohamad, sem var fæddur árið 1982, er talinn hafa stundað nám í suðaustur Englandi á árunum 2006-2007. Hann kláraði síðar nám í Ástralíu áður en hann flutti aftur til Srí Lanka. Lögreglan hefur að svo stöddu handtekið 60 manns í tengslum við málið, sem allir eru ríkisborgarar Srí Lanka og 32 þeirra eru enn í varðhaldi. Yfirvöld hafa sagt hópinn National Thowfeek Jamaath hópinn bera ábyrgð á árásunum en á þriðjudag tóku samtök sem kenna sig við íslamskt ríki ábyrgð á voðaverkunum rétt áður en þau birtu myndskeið af leiðtoga National Thowfeek Jamaath hópsins sverja Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur játað að leyniþjónusta landsins hafi búið yfir upplýsingum sem hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar hefðu þær verið nýttar á réttan hátt. Hann sagði upplýsingaflæði ekki hafa verið nógu gott. Lakshman Kiriella, þingforseti Srí Lanka, sagði hátt setta leyniþjónustumenn hafa leynt upplýsingunum viljandi og að upplýsingarnar hafi verið til staðar, en háttsettir leyniþjónustumenn hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir. „Einhver stjórnar þessum háttsettu leyniþjónustumönnum. Varnarmálaráðið er að taka þátt í stjórnmálum. Þetta verður að rannsaka.“Uppfært kl. 17:15Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tala látinna væri 359 en nýjar tölur hafa síðan komið fram og er tala látinna nú 253.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30
Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06
Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09