Ósvífni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun