Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 16:30 Frá jarðarför fórnarlamba árásanna. AP/Gemunu Amarasinghe Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka hefur farið fram á að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása um helgina. Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum í Srí Lanka. Árásirnar beindust gegn hótelum og kirkjum. Öryggisstofnunum landsins höfðu borist upplýsingar frá öðru ríki um að mögulega væri von á hryðjuverkárásum en svo virðist sem að lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. Þá segir ríkisstjórnin að þær upplýsingar hafi ekki borist til forsætisráðherra landsins eða annarra ráðherra. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að árásarmennirnir hafi verið „hermenn“ samtakanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru yfirvöld Srí Lanka óviss um aðkomu ISIS að árásunum en þó er talið að erlendir vígamenn hafi ráðlagt og fjármagnað árásirnar.58 hafa verið handteknir vegna árásanna en þeir eru allir frá Srí Lanka.Vísir/GraphicNewsRuwan Wijewardene, aðstoðarvarnarmálráðherra Srí Lanka, hefur sakað aðila sem slitu sig frá tveimur lítt þekktum öfgasamtökum múslima um árásirnar. Hann hefur sömuleiðis sagt að árásarmennirnir hafi flestir komið úr vel stæðum fjölskyldum og hafi verið vel menntaðir. Einn árásarmannanna er sagður hafa verið lögfræðingur og einhverjir munu hafa stundað nám í Bretlandi og Ástralíu. Yfirvöld Srí Lanka hafa sagt upplýsingarnar um mögulegar árásir hafa komið frá bæði Indlandi og Bandaríkjunum. Í samtali við CNN segir Alaina Teplitz, sendiherra Bandaríkjanna í Srí Lanka, að Bandaríkin hafi ekki búið yfir slíkum upplýsingum. Upplýsingarnar er sagðar hafa komið frá ISIS-liða í haldi Indverja. Íslamska ríkið birti myndband af sjö mönnum lýsa yfir hollustu við hryðjuverkasamtökin en umfangsmikil leit stendur nú yfir að Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ) og er talinn vera einnig á umræddu myndbandi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Bandaríkin Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka hefur farið fram á að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása um helgina. Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum í Srí Lanka. Árásirnar beindust gegn hótelum og kirkjum. Öryggisstofnunum landsins höfðu borist upplýsingar frá öðru ríki um að mögulega væri von á hryðjuverkárásum en svo virðist sem að lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. Þá segir ríkisstjórnin að þær upplýsingar hafi ekki borist til forsætisráðherra landsins eða annarra ráðherra. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagt að árásarmennirnir hafi verið „hermenn“ samtakanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru yfirvöld Srí Lanka óviss um aðkomu ISIS að árásunum en þó er talið að erlendir vígamenn hafi ráðlagt og fjármagnað árásirnar.58 hafa verið handteknir vegna árásanna en þeir eru allir frá Srí Lanka.Vísir/GraphicNewsRuwan Wijewardene, aðstoðarvarnarmálráðherra Srí Lanka, hefur sakað aðila sem slitu sig frá tveimur lítt þekktum öfgasamtökum múslima um árásirnar. Hann hefur sömuleiðis sagt að árásarmennirnir hafi flestir komið úr vel stæðum fjölskyldum og hafi verið vel menntaðir. Einn árásarmannanna er sagður hafa verið lögfræðingur og einhverjir munu hafa stundað nám í Bretlandi og Ástralíu. Yfirvöld Srí Lanka hafa sagt upplýsingarnar um mögulegar árásir hafa komið frá bæði Indlandi og Bandaríkjunum. Í samtali við CNN segir Alaina Teplitz, sendiherra Bandaríkjanna í Srí Lanka, að Bandaríkin hafi ekki búið yfir slíkum upplýsingum. Upplýsingarnar er sagðar hafa komið frá ISIS-liða í haldi Indverja. Íslamska ríkið birti myndband af sjö mönnum lýsa yfir hollustu við hryðjuverkasamtökin en umfangsmikil leit stendur nú yfir að Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ) og er talinn vera einnig á umræddu myndbandi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.
Bandaríkin Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Utanríkisráðherra Nýja Sjálands segir að hann þurfi að sjá sönnunargögn áður en hægt sé að fullyrða um hvort að hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag hafi veri svar við hryðjuverkaárásunum í Christchurch á Nýja Sjálandi í mars. 23. apríl 2019 18:30
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24
Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06