Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó Sighvatur Jónsson skrifar 24. apríl 2019 12:45 Dýpkunarskip í Landeyjahöfn. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin. Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin.
Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira