Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 06:15 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur nú að því að koma nýju lággjaldaflugfélagi á laggirnar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Eyjólfsson „Við erum á fullu að sjá hvort það sé grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag,“ segir Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels. „Það er mikil vinna að finna út úr öllum hlutum, hvort það sé hægt eða ekki, en þetta lítur tiltölulega vel út.“ Með honum er hópur af fyrrverandi starfsfólki WOW air, en þó ekki Skúli Mogensen. Markmiðið sé ekki að endurreisa WOW air heldur sé hann að nota þá krafta og þekkingu sem sé til staðar eftir fall WOW. „Þetta er allt fólk með mikla reynslu. Við erum að skanna markaðinn og fara yfir rauntölur.“ Búið er að útbúa leiðaáætlun fyrir tvær flugvélar sem myndu fljúga til Lundúna og Kaupmannahafnar á daginn en Tenerife og Alicante á nóttunni. Síðan sé möguleiki á að bæta við flugvélum og þá hugsanlega fljúga til Bandaríkjanna. Öll þjónusta verði svo með einfaldasta móti með sem minnstum aukahlutum. Ekki er búið að finna nafn á flugfélagið. Fjármögnunin liggur ekki fyrir. „Ég er ekki með neina hluthafa núna,“ segir Hreiðar. Þegar allt sé klárt muni hann svo leita til fagfjárfesta og til aðila sem hafa hagsmuni af því að starfrækja lággjaldaflugfélag. „Ferðamennskan er ein stærsta atvinnugreinin okkar, verðin mega ekki vera of há því þá hættir fólk að koma hingað. Þetta er þjóðþrifamál, það fór illa í mig hvernig staðið var að falli WOW air af hálfu stjórnvalda og ég vil með einhverjum hætti koma þessu af stað aftur.“ Aðspurður hvort það sé möguleiki að fljúga strax í sumar segir Hreiðar að til þess þurfi allt að ganga upp. „Það getur verið. Sjaldnast gengur allt upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Sjá meira
„Við erum á fullu að sjá hvort það sé grundvöllur fyrir því að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag,“ segir Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels. „Það er mikil vinna að finna út úr öllum hlutum, hvort það sé hægt eða ekki, en þetta lítur tiltölulega vel út.“ Með honum er hópur af fyrrverandi starfsfólki WOW air, en þó ekki Skúli Mogensen. Markmiðið sé ekki að endurreisa WOW air heldur sé hann að nota þá krafta og þekkingu sem sé til staðar eftir fall WOW. „Þetta er allt fólk með mikla reynslu. Við erum að skanna markaðinn og fara yfir rauntölur.“ Búið er að útbúa leiðaáætlun fyrir tvær flugvélar sem myndu fljúga til Lundúna og Kaupmannahafnar á daginn en Tenerife og Alicante á nóttunni. Síðan sé möguleiki á að bæta við flugvélum og þá hugsanlega fljúga til Bandaríkjanna. Öll þjónusta verði svo með einfaldasta móti með sem minnstum aukahlutum. Ekki er búið að finna nafn á flugfélagið. Fjármögnunin liggur ekki fyrir. „Ég er ekki með neina hluthafa núna,“ segir Hreiðar. Þegar allt sé klárt muni hann svo leita til fagfjárfesta og til aðila sem hafa hagsmuni af því að starfrækja lággjaldaflugfélag. „Ferðamennskan er ein stærsta atvinnugreinin okkar, verðin mega ekki vera of há því þá hættir fólk að koma hingað. Þetta er þjóðþrifamál, það fór illa í mig hvernig staðið var að falli WOW air af hálfu stjórnvalda og ég vil með einhverjum hætti koma þessu af stað aftur.“ Aðspurður hvort það sé möguleiki að fljúga strax í sumar segir Hreiðar að til þess þurfi allt að ganga upp. „Það getur verið. Sjaldnast gengur allt upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Sjá meira
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28