Nýtt flugfélag Hreiðars gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2019 19:28 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hótela, er bjartsýnn á að stofnun nýja flugfélagsins verði að veruleika. Mynd/aðsend Flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðars Hermannssonar, hótelstjóra Stracta hotels, gæti fengist innan nokkurra vikna, að sögn Hreiðars. Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með.Mbl greindi fyrst frá stöðu mála og ræddi við Hreiðar í dag. Hreiðar staðfestir í samtali við Vísi að vinna við stofnun nýja flugfélagsins, sem komi til með að fylla að nokkru leyti í skarð WOW air, sé töluvert langt á veg komin.Fyrst flogið til Evrópu og svo bætt við Bandaríkjaflugi Hreiðar segir að tvær flugvélar verði í flota nýja flugfélagsins til að byrja með. Fyrst verði flogið til London, Kaupmannahafnar, tveggja áfangastaða í Þýskalandi, og Alicante og Tenerife á Spáni. Stefnt er að því að hefja Bandaríkjaflug þegar síðar bætist í flugvélaflotann. „Þetta er það sem verður byrjað á, með tveimur vélum, og síðan er reiknað með að verði komnar fjórar eftir tólf mánuði. Það er verið að reikna málið allt eftir rauntölum sem við höfum undir höndum í flugrekstri. Þetta eru raunáætlanir miðað við að sé staðið rétt að öllum hlutum.“En hver er stofnkostnaðurinn við svona verkefni?„Hann er nú mikill en ég hef ekki sett neinar ákveðnar upphæðir. Ég ætla mér að borga allt sem kostar að koma öllu í þannig horf að fari fram hlutafjársöfnun,“ segir Hreiðar. Hann vill þó ekki gefa upp nákvæmar tölur í því samhengi. Stjórnendur og flugfreyjur hjá WOW air koma að stofnun félagsins Fyrrverandi starfsfólk WOW air stendur að stofnun félagsins með Hreiðari. Hann vill ekki segja frekari deili á fólkinu en segir þó um að ræða fólk úr fjölbreyttum starfshópum, allt frá fyrrverandi stjórnendum hjá WOW til flugliða.Starfsfólk WOW air kemur að stofnun nýja flugfélagsins. Félagið er þó ótengt bæði Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW, og hópfjármögnunarsíðunni Hluthafi.com.Vísir/vilhelmÞá segir Hreiðar að fámennur hópur standi sér næst í skipulagningunni en tugir úr röðum WOW komi þó að verkefninu í heildina. Engin tenging sé við síðuna Hluthafa.com, sem stofnuð var um miðjan apríl til að fjármagna stofnun nýs flugfélags í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þegar fer fram hlutafjárútboð verður svo öllum starfsmönnum boðin hlutabréf. Þá er hugmynd að þeir fái hærri prósentu fyrir framlagt fé heldur en aðrir, þannig að þau verði í oddaaðstöðu því að enginn annar en starfsfólkið veit best hvernig á að halda á hlutunum,“ segir Hreiðar. Þá gagnrýnir hann hvernig farið var með starfsfólk WOW air í kjölfar gjaldþrotsins. „Það var alltaf rætt um peninga en aldrei rætt um fólkið sem varð fyrir risahöggi. Það var bara verið að þvæla um einhverja peninga aftur á bak og áfram af hálfu yfirvalda. Ég ætla að leggja mikið á mig til að þetta verði að veruleika.“Flugrekstrarleyfið velti á trúverðugleika Starfsemi flugfélagsins veltur á því að það fái flugrekstrarleyfi sem sótt er um hjá Samgöngustofu. Hreiðar segir að leyfið gæti fengist innan nokkurra vikna – og jafnvel fyrr. „Þetta er risavinna og menn eru að nefna tölur í því. En þetta eru nokkrar vikur ef vel gengur,“ segir Hreiðar. „Það fer eftir því hvort allt er nógu trúverðugt, fjármagn, hlutafé og heildarbatteríið. Það ræðst rosa mikið af því.“ Hreiðar segir að ekkert hafi verið neglt niður varðandi leigu á flugvélum. Framboð á markaðnum hafi þó verið skannað. „Það virðist vera sæmilegt jafnvægi á markaðnum og það lítur ekki illa út. Það á líka eftir að velja hvort þetta verður Airbus eða Boeing. Það veltur á því hvor er á undan í tækni í sambandi við eldsneytisneyslu,“ segir Hreiðar. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Skúli sagður hafa fundað með eigendum KEA-hótela Einn af þeim er bandarísku fjárfestirinn sem velti fyrir sér hvers vegna yfirvöld komu ekki WOW til aðstoðar. 13. apríl 2019 19:44 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðars Hermannssonar, hótelstjóra Stracta hotels, gæti fengist innan nokkurra vikna, að sögn Hreiðars. Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með.Mbl greindi fyrst frá stöðu mála og ræddi við Hreiðar í dag. Hreiðar staðfestir í samtali við Vísi að vinna við stofnun nýja flugfélagsins, sem komi til með að fylla að nokkru leyti í skarð WOW air, sé töluvert langt á veg komin.Fyrst flogið til Evrópu og svo bætt við Bandaríkjaflugi Hreiðar segir að tvær flugvélar verði í flota nýja flugfélagsins til að byrja með. Fyrst verði flogið til London, Kaupmannahafnar, tveggja áfangastaða í Þýskalandi, og Alicante og Tenerife á Spáni. Stefnt er að því að hefja Bandaríkjaflug þegar síðar bætist í flugvélaflotann. „Þetta er það sem verður byrjað á, með tveimur vélum, og síðan er reiknað með að verði komnar fjórar eftir tólf mánuði. Það er verið að reikna málið allt eftir rauntölum sem við höfum undir höndum í flugrekstri. Þetta eru raunáætlanir miðað við að sé staðið rétt að öllum hlutum.“En hver er stofnkostnaðurinn við svona verkefni?„Hann er nú mikill en ég hef ekki sett neinar ákveðnar upphæðir. Ég ætla mér að borga allt sem kostar að koma öllu í þannig horf að fari fram hlutafjársöfnun,“ segir Hreiðar. Hann vill þó ekki gefa upp nákvæmar tölur í því samhengi. Stjórnendur og flugfreyjur hjá WOW air koma að stofnun félagsins Fyrrverandi starfsfólk WOW air stendur að stofnun félagsins með Hreiðari. Hann vill ekki segja frekari deili á fólkinu en segir þó um að ræða fólk úr fjölbreyttum starfshópum, allt frá fyrrverandi stjórnendum hjá WOW til flugliða.Starfsfólk WOW air kemur að stofnun nýja flugfélagsins. Félagið er þó ótengt bæði Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW, og hópfjármögnunarsíðunni Hluthafi.com.Vísir/vilhelmÞá segir Hreiðar að fámennur hópur standi sér næst í skipulagningunni en tugir úr röðum WOW komi þó að verkefninu í heildina. Engin tenging sé við síðuna Hluthafa.com, sem stofnuð var um miðjan apríl til að fjármagna stofnun nýs flugfélags í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þegar fer fram hlutafjárútboð verður svo öllum starfsmönnum boðin hlutabréf. Þá er hugmynd að þeir fái hærri prósentu fyrir framlagt fé heldur en aðrir, þannig að þau verði í oddaaðstöðu því að enginn annar en starfsfólkið veit best hvernig á að halda á hlutunum,“ segir Hreiðar. Þá gagnrýnir hann hvernig farið var með starfsfólk WOW air í kjölfar gjaldþrotsins. „Það var alltaf rætt um peninga en aldrei rætt um fólkið sem varð fyrir risahöggi. Það var bara verið að þvæla um einhverja peninga aftur á bak og áfram af hálfu yfirvalda. Ég ætla að leggja mikið á mig til að þetta verði að veruleika.“Flugrekstrarleyfið velti á trúverðugleika Starfsemi flugfélagsins veltur á því að það fái flugrekstrarleyfi sem sótt er um hjá Samgöngustofu. Hreiðar segir að leyfið gæti fengist innan nokkurra vikna – og jafnvel fyrr. „Þetta er risavinna og menn eru að nefna tölur í því. En þetta eru nokkrar vikur ef vel gengur,“ segir Hreiðar. „Það fer eftir því hvort allt er nógu trúverðugt, fjármagn, hlutafé og heildarbatteríið. Það ræðst rosa mikið af því.“ Hreiðar segir að ekkert hafi verið neglt niður varðandi leigu á flugvélum. Framboð á markaðnum hafi þó verið skannað. „Það virðist vera sæmilegt jafnvægi á markaðnum og það lítur ekki illa út. Það á líka eftir að velja hvort þetta verður Airbus eða Boeing. Það veltur á því hvor er á undan í tækni í sambandi við eldsneytisneyslu,“ segir Hreiðar.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Skúli sagður hafa fundað með eigendum KEA-hótela Einn af þeim er bandarísku fjárfestirinn sem velti fyrir sér hvers vegna yfirvöld komu ekki WOW til aðstoðar. 13. apríl 2019 19:44 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
Skúli sagður hafa fundað með eigendum KEA-hótela Einn af þeim er bandarísku fjárfestirinn sem velti fyrir sér hvers vegna yfirvöld komu ekki WOW til aðstoðar. 13. apríl 2019 19:44