Vaknaði eftir 27 ár í dái Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 18:30 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Það þykir kraftaverki líkast að 59 ára gömul kona frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi vaknað á nýjan leik eftir 27 ár í dái. Munira Abdulla var 32 ára er hún lenti í bílslysi árið 1991 er hún var á leið til að sækja son sinn í skóla. Hlaut hún alvarlegan heilaskaða og var hún í dái frá því að slysið gerðist þangað til á síðasta ári, er hún náði meðvitund á ný. Omar Webair, sonur hennar, ræddi ástand móður hans við fjölmiðla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum en á vef BBC kemur fram að hann hafi einnig verið í bílnum er umrætt slys átti sér stað, aðeins fjögurra ára gamall. Hann slapp ómeiddur eftir að móðir hans tók utan um hann rétt fyrir bílslysið.Frá því að slysið átti sér stað hefur Abdulla farið á milli sjúkrahúsa. Var hún án meðvitundar frá árinu 1991 fyrir utan það að hún gat skynjað sársauka. Sonur hennar telur að rifrildi í sjúkrarými hennar í Þýskalandi hafi átt þátt í að hún vaknaði á ný.„Það var einhver misskilningur og hún hefur skynjað að ég var í hættu,“ sagði Omar. „Hún gaf frá sér undarleg hljóð.“Þremur dögum síðar vaknaði Omar við það að einhver var að kalla nafn hans.„Það var hún, hún var að kalla nafn mitt. Ég var svo glaður. Árum saman hefur mig dreymt um þetta augnablik og nafnið mitt var það fyrsta sem hún sagði,“ sagði Omar.Í frétt BBCsegir að Abdulla geti nú átt í einhverjum samræðum en henni hefur verið flogið aftur til Abu Dhabi þar sem hún mun undirgangast frekari meðferðir. Alls óvíst er hvort hún nái fullum bata en í frétt BBC segir að afar fátítt sé að sjúklingar vakni á ný eftir svo langan tíma í dái. Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Það þykir kraftaverki líkast að 59 ára gömul kona frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi vaknað á nýjan leik eftir 27 ár í dái. Munira Abdulla var 32 ára er hún lenti í bílslysi árið 1991 er hún var á leið til að sækja son sinn í skóla. Hlaut hún alvarlegan heilaskaða og var hún í dái frá því að slysið gerðist þangað til á síðasta ári, er hún náði meðvitund á ný. Omar Webair, sonur hennar, ræddi ástand móður hans við fjölmiðla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum en á vef BBC kemur fram að hann hafi einnig verið í bílnum er umrætt slys átti sér stað, aðeins fjögurra ára gamall. Hann slapp ómeiddur eftir að móðir hans tók utan um hann rétt fyrir bílslysið.Frá því að slysið átti sér stað hefur Abdulla farið á milli sjúkrahúsa. Var hún án meðvitundar frá árinu 1991 fyrir utan það að hún gat skynjað sársauka. Sonur hennar telur að rifrildi í sjúkrarými hennar í Þýskalandi hafi átt þátt í að hún vaknaði á ný.„Það var einhver misskilningur og hún hefur skynjað að ég var í hættu,“ sagði Omar. „Hún gaf frá sér undarleg hljóð.“Þremur dögum síðar vaknaði Omar við það að einhver var að kalla nafn hans.„Það var hún, hún var að kalla nafn mitt. Ég var svo glaður. Árum saman hefur mig dreymt um þetta augnablik og nafnið mitt var það fyrsta sem hún sagði,“ sagði Omar.Í frétt BBCsegir að Abdulla geti nú átt í einhverjum samræðum en henni hefur verið flogið aftur til Abu Dhabi þar sem hún mun undirgangast frekari meðferðir. Alls óvíst er hvort hún nái fullum bata en í frétt BBC segir að afar fátítt sé að sjúklingar vakni á ný eftir svo langan tíma í dái.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira