Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. apríl 2019 18:30 Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja Sjálands, segir nauðsynlegt að efla baráttuna gegn hatursglæpum. Vísir/Friðrik „Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“ Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
„Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“
Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01