Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Sighvatur Jónsson skrifar 23. apríl 2019 11:15 Landeyjahöfn er ekki nógu djúp fyrir Herjólf sem ristir 4,2 metra. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor. Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor.
Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira