Úrslitaeinvígið í Olís-deild kvenna hefst loksins í kvöld eftir þrettán daga bið, sama dag og einvígi KR og ÍR í úrslitum í Dominos-deild karla hefst í Vesturbænum.
Annað árið í röð eru það Valur og Fram, sigursælustu félögin í íslenskum kvennahandbolta, sem mætast í úrslitum Olís-deildarinnar. Valsliðið er handhafi bikar- og deildarmeistaratitilsins en Fram er ríkjandi Íslandsmeistari. Þegar þessi lið mættust í fyrra vann Fram 3-1 sigur en Valsliðið mætir ógnarsterkt til leiks í ár.
Í Vesturbænum hefst úrslitaeinvígið á milli tveggja sigursælustu liðanna í íslenskum karlakörfubolta. KR-ingar sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar hafa unnið undanfarin fimm ár og eru í leit að þeim sjötta í röð og þeim átjánda í sögu karlaliðsins.
ÍR sem hefur fimmtán sinnum lyft Íslandsmeistaratitlinum leikur í fyrsta sinn til úrslita eftir að úrslitakeppnin hófst árið 1984. Breiðhyltingar eru í leit að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í 42. sinn.
Úrslitaeinvígi hefjast í kvöld
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn







Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti