Sumardagurinn fyrsti gæti orðið besti dagur vikunnar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 10:54 Fyrirstöðuhæð við Grænlandi gæti valdið sólríku og þurru veðri um mánaðamótin. FBL/Ernir Vetrarlegt veður verður á Norðurlandi í dag, svalt og dálítil él en slydda norðaustantil fram eftir morgni. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að mun vorlegra veður sé sunnanlands, sólríkt og fremur milt, en þó má búast við skúramyndunum þar þegar líður á daginn. „Skil ganga vestur yfir landið á morgun með vaxandi vindi og úrkomu og hlýnar heldur í veðri fyrir norðan. Úrkoman verður yfirleitt í formi rigningar sunnan- og vestanlands, en slydda eða jafnvel snjókoma norðan og austanlands fyrripart dags, en fer yfir í rigningu þegar líður á daginn. Snýst í suðaustanátt og dregur úr úrkomu annað kvöld, fyrst austantil á landinu. Hitaskil fara síðan vestur yfir landið á miðvikudag með rigningu og hlýnar enn frekar í veðri. Besti dagur vikunnar verður að öllum líkindum sumardagurinn fyrsti (fimmtudag), en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun spá fyrir 1. maí en þar viðrar hann áhyggjur ýmissa á meginlandi Evrópu vegna Grænlandsfyrirstöðu um mánaðamótin. Er óttast að sú fyrirstaða geti valdið verulegu bakslagi í vorkomuna með næturfrosti í norður Þýskalandi og Niðurlöndum, svo ekki sé talað um Skandinavíu og Danmörku. Einar segir í samtali við Vísi að enn sé einhver óvissa varðandi þessa spá en hvar fyrirstöðuhæðin verður staðsett getur haft þó nokkur áhrif hér á landi. Kuldastroka frá henni gæti náð til Íslands en eins og spáin lítur út í dag mun þessi fyrirstöðuhæð hins vegar ekki valda usla hér á landi heldur sólríku og þurru veðri en með þó nokkurri dægursveiflu á hita sem verður um meðallag miðað við árstíma, eða um 3 til 6 gráður. Veður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Vetrarlegt veður verður á Norðurlandi í dag, svalt og dálítil él en slydda norðaustantil fram eftir morgni. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að mun vorlegra veður sé sunnanlands, sólríkt og fremur milt, en þó má búast við skúramyndunum þar þegar líður á daginn. „Skil ganga vestur yfir landið á morgun með vaxandi vindi og úrkomu og hlýnar heldur í veðri fyrir norðan. Úrkoman verður yfirleitt í formi rigningar sunnan- og vestanlands, en slydda eða jafnvel snjókoma norðan og austanlands fyrripart dags, en fer yfir í rigningu þegar líður á daginn. Snýst í suðaustanátt og dregur úr úrkomu annað kvöld, fyrst austantil á landinu. Hitaskil fara síðan vestur yfir landið á miðvikudag með rigningu og hlýnar enn frekar í veðri. Besti dagur vikunnar verður að öllum líkindum sumardagurinn fyrsti (fimmtudag), en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun spá fyrir 1. maí en þar viðrar hann áhyggjur ýmissa á meginlandi Evrópu vegna Grænlandsfyrirstöðu um mánaðamótin. Er óttast að sú fyrirstaða geti valdið verulegu bakslagi í vorkomuna með næturfrosti í norður Þýskalandi og Niðurlöndum, svo ekki sé talað um Skandinavíu og Danmörku. Einar segir í samtali við Vísi að enn sé einhver óvissa varðandi þessa spá en hvar fyrirstöðuhæðin verður staðsett getur haft þó nokkur áhrif hér á landi. Kuldastroka frá henni gæti náð til Íslands en eins og spáin lítur út í dag mun þessi fyrirstöðuhæð hins vegar ekki valda usla hér á landi heldur sólríku og þurru veðri en með þó nokkurri dægursveiflu á hita sem verður um meðallag miðað við árstíma, eða um 3 til 6 gráður.
Veður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira