Þrettán hafa verið handteknir á Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2019 22:45 Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. AP/Chamila Karunarathne Þrettán hafa verið handteknir í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása á Srí Lanka. Þrír lögregluþjónar létu lífið í aðgerðum lögreglu í dag þar sem ráðist var til atlögu í húsi í Colombo, höfuðborg landsins. Lögreglan segir að fólk í húsinu hafi sprengt sig í loft upp. Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. Talið er að minnst 32 hinna látnu séu erlendir. Þar af einhverjir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Kína og Portúgal.Ríkisstjórn Srí Lanka segist hafa búið yfir upplýsingum um árásir á kirkjur og þær upplýsingar hafi snúið að lítt þekktum samtökum íslamista. Lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. AP fréttaveitan segir afar fá tilfelli í sögu Srí Lanka um að öfgasamtök múslima hafi gripið til ofbeldis þar í landi. Hins vegar hefur nokkuð verið um ofbeldi gegn kristnu fólki á undanförnum árum.Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þó er óttast að þær muni leiða til ofbeldis á milli trúarfylkinga á Srí Lanka. Lögreglan segir að bensínsprengju hafi verið kastað í mosku og kveikt hafi verið í tveimur verslunum sem reknar eru af múslimum á Srí Lanka í dag. Samkvæmt tölum frá 2012 voru 70 prósent um 22 milljóna íbúa Srí Lanka búddistar. 12,6 prósent voru hindúar, 9,7 prósent íslamstrúar og 7,6 prósent kristnir. Ríkisstjórn landsins setti á útgöngubann í Colombo í dag og lokaði á aðgang fólks að samfélagsmiðlum. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka sagðist í dag óttast að ódæðið leiði til óaldar í landinu og hefur heitið því að finna hina seku. AFP fréttaveitan segir áðurnefndar upplýsingar hafa borist til Srí Lanka frá erlendri leyniþjónustu fyrir tíu dögum síðan. Þær upplýsingar innhéldu viðvörun við því að samtök sem kallast NTJ (National Thowheeth Jama´ath) hafi ætlað að framkvæma sjálfsmorðsárásir í kirkjum og víðar. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45 Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Þrettán hafa verið handteknir í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása á Srí Lanka. Þrír lögregluþjónar létu lífið í aðgerðum lögreglu í dag þar sem ráðist var til atlögu í húsi í Colombo, höfuðborg landsins. Lögreglan segir að fólk í húsinu hafi sprengt sig í loft upp. Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. Talið er að minnst 32 hinna látnu séu erlendir. Þar af einhverjir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Kína og Portúgal.Ríkisstjórn Srí Lanka segist hafa búið yfir upplýsingum um árásir á kirkjur og þær upplýsingar hafi snúið að lítt þekktum samtökum íslamista. Lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. AP fréttaveitan segir afar fá tilfelli í sögu Srí Lanka um að öfgasamtök múslima hafi gripið til ofbeldis þar í landi. Hins vegar hefur nokkuð verið um ofbeldi gegn kristnu fólki á undanförnum árum.Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þó er óttast að þær muni leiða til ofbeldis á milli trúarfylkinga á Srí Lanka. Lögreglan segir að bensínsprengju hafi verið kastað í mosku og kveikt hafi verið í tveimur verslunum sem reknar eru af múslimum á Srí Lanka í dag. Samkvæmt tölum frá 2012 voru 70 prósent um 22 milljóna íbúa Srí Lanka búddistar. 12,6 prósent voru hindúar, 9,7 prósent íslamstrúar og 7,6 prósent kristnir. Ríkisstjórn landsins setti á útgöngubann í Colombo í dag og lokaði á aðgang fólks að samfélagsmiðlum. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka sagðist í dag óttast að ódæðið leiði til óaldar í landinu og hefur heitið því að finna hina seku. AFP fréttaveitan segir áðurnefndar upplýsingar hafa borist til Srí Lanka frá erlendri leyniþjónustu fyrir tíu dögum síðan. Þær upplýsingar innhéldu viðvörun við því að samtök sem kallast NTJ (National Thowheeth Jama´ath) hafi ætlað að framkvæma sjálfsmorðsárásir í kirkjum og víðar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45 Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45
Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27
„Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54
Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00