Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. apríl 2019 17:45 Mikil sorg ríkir í Srí Lanka í kjölfar árásarinnar. Mohammad Sajjad/AP Ekki hefur staðið á viðbrögðum heimsbyggðarinnar við sprengjuárásum sem gerðar voru á kirkjur og hótel á Srí Lanka í dag. Stjórnmálafólk og þjóðhöfðingjar um heim allan hefur fordæmt árásirnar og sent íbúum landsins samúðar- og stuðningskveðjur, auk þess sem sumir hafa boðið fram hjálp sína í kjölfar árásanna. Minnst 207 eru staðfest látnir vegna árásanna en líklegt verður að teljast að sú tala komi til með að hækka þar sem á fimmta hundrað hafa særst. Leiðtogar nágrannaríkja Srí Lanka hafa lýst yfir stuðningi sínum við Srí Lanka en Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fordæmdi árásirnar harðlega í tísti fyrr í dag. Hann sagði engan stað vera fyrir slíkan skrælingjahátt í þessum hluta heimsins og að Indland stæði þétt við bakið á nágrannaþjóð sinni.Strongly condemn the horrific blasts in Sri Lanka. There is no place for such barbarism in our region. India stands in solidarity with the people of Sri Lanka. My thoughts are with the bereaved families and prayers with the injured. — Chowkidar Narendra Modi (@narendramodi) April 21, 2019 Þá fordæmdi Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, árásirnar og sendi Srí Lanka sínar dýpstu samúðarkveðjur.Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief. — Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019Samúðarkveðjur úr öllum áttum Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti fyrr í dag um árásirnar þar sem hann vottaði íbúum landsins „innilega samúð“ og sagði Bandaríkin reiðubúin til aðstoðar.138 people have been killed in Sri Lanka, with more that 600 badly injured, in a terrorist attack on churches and hotels. The United States offers heartfelt condolences to the great people of Sri Lanka. We stand ready to help! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2019 Forveri Trump í starfi, Barack Obama, tísti einnig um árásirnar, og kallaði þær „árás á mannkynið.“ „Á degi tileinkuðum ást, frelsun og endurnýjun [Páskadag], biðjum við fyrir fórnarlömbunum o stöndum með íbúum Srí Lanka.“The attacks on tourists and Easter worshippers in Sri Lanka are an attack on humanity. On a day devoted to love, redemption, and renewal, we pray for the victims and stand with the people of Sri Lanka. — Barack Obama (@BarackObama) April 21, 2019„Við verðum að vinna bug á þessu hatri með samstöðu, ást og virðingu“ Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands segja báðir að sér bjóði við árásunum. Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, segir árásirnar „sannarlega ógeðfelldar“ og sagði mikilvægt að fólk stæði saman til þess að tryggt væri að enginn þyrfti að iðka trú sína í skugga ótta.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time. We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear. — Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Þá fordæmdi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokks Bretlands, árásirnar í tísti. „Ég stend með fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra, íbúum Srí Lanka og kristnu fólki víðs vegar um heiminn. Við verðum að vinna bug á þessu hatri með samstöðu, ást og virðingu.“I’m appalled by the horrific attacks in Sri Lanka, on Easter Sunday, the most important day in the Christian calendar. I stand with the victims, their families, the people of Sri Lanka and Christians around the world. We must defeat this hatred with unity, love and respect. — Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) April 21, 2019 Forsætisráðherra Finnlands, Juha Sipilä, segist á Twitter hryggur yfir árásunum. Hann muni fylgjast vel með framvindu mála „Hugur minn er hjá hinum særðu og fjölskyldum og vinum fórnarlamba. Við fordæmum þessi huglausu voðaverk harðlega.“Saddened by the horrific attacks in Sri Lanka on Easter Sunday. We follow the situation closely. My thoughts are with the wounded and the families and friends of the victims. We firmly condemn these cowardly acts. — Juha Sipilä (@juhasipila) April 21, 2019 Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tók í sama streng og starfsbróðir sinn í Finnlandi og fordæmdi árásirnar.I condemn the heinous attacks on churches and hotels in Sri Lanka. Our thoughts are with the families and friends of the victims and with the people of Sri Lanka. — Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Meðal annarra sem fordæmt hafa árásirnar eru Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórar sambandsins, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.A tragic Easter in Sri Lanka. My thoughts are with the families of those killed in the attacks on churches and hotels; and those still fighting for their lives. — Donald Tusk (@eucopresident) April 21, 2019It was with horror and sadness that I heard of the bombings in #SriLanka costing the lives of so many people. I offer my heartfelt condolences to the families of the victims who had gathered to worship peacefully or come to visit this beautiful country. We stand ready to support. — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) April 21, 2019 I condemn the heinous terrorist attacks on churches and hotels in Sri Lanka on Easter Sunday, a sacred day for Christians. The UN stands in solidarity with Sri Lanka as the global community fights hatred and violent extremism together. Holy sites must be respected. — António Guterres (@antonioguterres) April 21, 2019 Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ekki hefur staðið á viðbrögðum heimsbyggðarinnar við sprengjuárásum sem gerðar voru á kirkjur og hótel á Srí Lanka í dag. Stjórnmálafólk og þjóðhöfðingjar um heim allan hefur fordæmt árásirnar og sent íbúum landsins samúðar- og stuðningskveðjur, auk þess sem sumir hafa boðið fram hjálp sína í kjölfar árásanna. Minnst 207 eru staðfest látnir vegna árásanna en líklegt verður að teljast að sú tala komi til með að hækka þar sem á fimmta hundrað hafa særst. Leiðtogar nágrannaríkja Srí Lanka hafa lýst yfir stuðningi sínum við Srí Lanka en Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fordæmdi árásirnar harðlega í tísti fyrr í dag. Hann sagði engan stað vera fyrir slíkan skrælingjahátt í þessum hluta heimsins og að Indland stæði þétt við bakið á nágrannaþjóð sinni.Strongly condemn the horrific blasts in Sri Lanka. There is no place for such barbarism in our region. India stands in solidarity with the people of Sri Lanka. My thoughts are with the bereaved families and prayers with the injured. — Chowkidar Narendra Modi (@narendramodi) April 21, 2019 Þá fordæmdi Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, árásirnar og sendi Srí Lanka sínar dýpstu samúðarkveðjur.Strongly condemn the horrific terrorist attack in Sri Lanka on Easter Sunday resulting in precious lives lost & hundreds injured. My profound condolences go to our Sri Lankan brethren. Pakistan stands in complete solidarity with Sri Lanka in their hour of grief. — Imran Khan (@ImranKhanPTI) April 21, 2019Samúðarkveðjur úr öllum áttum Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti fyrr í dag um árásirnar þar sem hann vottaði íbúum landsins „innilega samúð“ og sagði Bandaríkin reiðubúin til aðstoðar.138 people have been killed in Sri Lanka, with more that 600 badly injured, in a terrorist attack on churches and hotels. The United States offers heartfelt condolences to the great people of Sri Lanka. We stand ready to help! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 21, 2019 Forveri Trump í starfi, Barack Obama, tísti einnig um árásirnar, og kallaði þær „árás á mannkynið.“ „Á degi tileinkuðum ást, frelsun og endurnýjun [Páskadag], biðjum við fyrir fórnarlömbunum o stöndum með íbúum Srí Lanka.“The attacks on tourists and Easter worshippers in Sri Lanka are an attack on humanity. On a day devoted to love, redemption, and renewal, we pray for the victims and stand with the people of Sri Lanka. — Barack Obama (@BarackObama) April 21, 2019„Við verðum að vinna bug á þessu hatri með samstöðu, ást og virðingu“ Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands segja báðir að sér bjóði við árásunum. Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, segir árásirnar „sannarlega ógeðfelldar“ og sagði mikilvægt að fólk stæði saman til þess að tryggt væri að enginn þyrfti að iðka trú sína í skugga ótta.The acts of violence against churches and hotels in Sri Lanka are truly appalling, and my deepest sympathies go out to all of those affected at this tragic time. We must stand together to make sure that no one should ever have to practise their faith in fear. — Theresa May (@theresa_may) April 21, 2019 Þá fordæmdi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokks Bretlands, árásirnar í tísti. „Ég stend með fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra, íbúum Srí Lanka og kristnu fólki víðs vegar um heiminn. Við verðum að vinna bug á þessu hatri með samstöðu, ást og virðingu.“I’m appalled by the horrific attacks in Sri Lanka, on Easter Sunday, the most important day in the Christian calendar. I stand with the victims, their families, the people of Sri Lanka and Christians around the world. We must defeat this hatred with unity, love and respect. — Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) April 21, 2019 Forsætisráðherra Finnlands, Juha Sipilä, segist á Twitter hryggur yfir árásunum. Hann muni fylgjast vel með framvindu mála „Hugur minn er hjá hinum særðu og fjölskyldum og vinum fórnarlamba. Við fordæmum þessi huglausu voðaverk harðlega.“Saddened by the horrific attacks in Sri Lanka on Easter Sunday. We follow the situation closely. My thoughts are with the wounded and the families and friends of the victims. We firmly condemn these cowardly acts. — Juha Sipilä (@juhasipila) April 21, 2019 Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tók í sama streng og starfsbróðir sinn í Finnlandi og fordæmdi árásirnar.I condemn the heinous attacks on churches and hotels in Sri Lanka. Our thoughts are with the families and friends of the victims and with the people of Sri Lanka. — Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Meðal annarra sem fordæmt hafa árásirnar eru Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórar sambandsins, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.A tragic Easter in Sri Lanka. My thoughts are with the families of those killed in the attacks on churches and hotels; and those still fighting for their lives. — Donald Tusk (@eucopresident) April 21, 2019It was with horror and sadness that I heard of the bombings in #SriLanka costing the lives of so many people. I offer my heartfelt condolences to the families of the victims who had gathered to worship peacefully or come to visit this beautiful country. We stand ready to support. — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) April 21, 2019 I condemn the heinous terrorist attacks on churches and hotels in Sri Lanka on Easter Sunday, a sacred day for Christians. The UN stands in solidarity with Sri Lanka as the global community fights hatred and violent extremism together. Holy sites must be respected. — António Guterres (@antonioguterres) April 21, 2019
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27
„Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54
Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31