Bayern München náði fjögurra stiga forskoti á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sigri á Werder Bremen, 1-0, á Allianz Arena í dag.
Miðvörðurinn Nicklas Süle skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu. Bremen var manni færri frá 58. mínútu eftir að Milos Veljkovic fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Bremen sem er í 8. sæti deildarinnar.
Augsburg fór langleiðina með að bjarga sér frá falli með stórsigri á Stuttgart, 6-0, á heimavelli.
Alfreð Finnbogason leikur ekki meira með Augsburg á tímabilinu vegna meiðsla. Félagar hans kláruðu þó dæmið í dag án landsliðsframherjans. Augsburg er tíu stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
Þá vann Bayer Leverkusen Nürnberg með tveimur mörkum gegn engu og Mainz bar sigurorð af Düsseldorf, 3-1.
Bayern jók forskotið á toppnum | Augsburg nánast búið að bjarga sér

Tengdar fréttir

Alfreð úr leik næstu mánuðina
Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa.