Handtekinn fyrir hryðjuverkaárás í norðurkóresku sendiráði Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 12:42 Ráðist var inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Sjá meira
Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39
Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58