Reyndu að falsa frásagnir um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 14:45 Pete Buttigieg. AP/Bebeto Matthews Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira