Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á laugardaginn í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins.
Þetta kemur fram á vef VG og er haft eftir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörku. Gunnar Jóhann tjáði sig einnig um morðið á Facebook áður en hann var handtekinn þar sem hann tjáði sig um verknaðinn og bað aðstandendur sína um fyrirgefningu.
Gunnar Jóhann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær en hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins ásamt öðrum Íslendingi sem úrskurðaður var í viku gæsluvarðhald grunaður um aðild að morðinu. Fram hefur komið að þeir hafi eytt fimm tímum saman frá því að morðið var framið þangað til þeir voru handteknir af lögreglu.
Á vef VG segir að hinn Íslendingurinn sé byrjaður á því að gefa útskýringar á sinni hlið málsins og búist sé við því að hann fái frekari tækifæri til þess á morgun. Hann hefur áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum til æðra dómsvalds.
Meðal þess sem lögreglan rannsakar er hvort að mennirnir hafi verið undir áhrifum áfengis er morðið var framið. Teknar hafi verið blóðprufur.
Játaði morðið við handtökuna

Tengdar fréttir

Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið
Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald.

Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands
Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun.

Áfall að heyra af morðinu í Mehamn
Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður.

Íslendingurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi
Grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana.