Sjónvarpsstöðin Skjár 1 snýr aftur eftir helgi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 21:16 Skjár 1 hóf fyrst göngu sína í október árið 1998. Á 20 ára afmæli stöðvarinnar var ákveðið að blása lífi í hana að nýju eftir margra ára hlé. Skjár 1 Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“ Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sjónvarpsstöðin Skjár 1 sem upphaflega hóf göngu sína árið 1998 snýr aftur á þriðjudaginn eftir helgi eftir margra ára hlé. Sjónvarpsstöðin, sem er þekkt fyrir þætti eins og Silfur Egils, Með hausverk um helgar og Djúpu laugina, verður þó með talsvert breyttu sniði því aðaláherslan verður lögð á kvikmyndir. Hólmgeir Baldursson sem fer fyrir Skjá 1 segir að ekki megi rugla saman Skjá 1 og Skjá Einum sem varð að Sjónvarpi símans árið 2016. Hann segist alltaf hafa átt vörumerkið Skjár 1.Hvað kom til að þú ákvaðst að blása lífi aftur í þessa stöð?„Já, það er í raun og veru bara tæknin, hún er að gera mér það kleift að gera þetta án þess að þurfa að eiga við loftsnetsdreifingu eða fara með þetta í gegnum símafyrirtækin. Hún er klárleg að gera mér það kleift að koma þessu til alls landsins í gegnum öpp,“ segir Hólmgeir.Fólk man eflaust eftir stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem var sýndur á Skjá 1.Hugmyndin sé að bjóða upp á tvær kvikmyndir á hverju kvöldi. „Þær eru sýndar í línulegri dagskrá af því að ég er þess fullviss að línulegt sjónvarp sé engan veginn horfið en hliðrænt áhorf er að riðja sér svolítið til rúms og þá getur fólk bara horft þegar því hentar. Þá erum við með fídus á þessu dreifi kerfi sem ég kýs að kalla „skjáflakk“ og þessi fídus gerir notendum kleift að fara allt að 7 daga aftur í tímann þannig að ef fólk missti af einhverju getur það horft þegar því hentar hvenær sólarhrings sem er.“ Hólmgeir segir að streymisveitan sé í stöðugri þróun og að fjöldi erlendra sjónvarpsstöðva sé aðgengilegur á streymisveitunni núna. „Planið er semsagt að stórauka stöðvafjöldann og með haustinu fullyrði ég að það verða komnar yfir 70-80 stöðvar þarna inn,“ segir Hólmgeir. „Skjár 1 í gamla daga var að innleiða ýmsar nýjungar í sjónvarpi og Skjár 1 árið 2019 ætlar að gera það líka helst með þessari tækni sem gerir streymisveitunni kleift að ná til allra,“ segir Hólmgeir að lokum. Á heimasíðu Skjás 1 kemur fram: Skjár 1 fór fyrst í „loftið“ þann 16. október 1998 og varð ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Nú á 20 ára afmæli stöðvarinnar snýr hún aftur á nýjum grunni með eigið dreifikerfi á AppleTV4, Android TV, IOS & Google öppum. Í boði verða úrvals kvikmyndir og Skjáflakk sem veitir áskrifendum aðgengi að dagskrá Skjás 1 sjö daga aftur í tímann.“
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira