Búið að gera ráð fyrir tveimur sigurskrúðgöngum í Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2019 08:00 Það verður kannski fagnað í Liverpool næstu daga og vikur. vísir/getty Allt er klárt í Liverpool-borg fyrir sigurskrúðgöngur ef svo fer að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina eða báðar keppnir. Þetta má sjá á vefsíðunni Visit Liverpool. Liverpool komst í vikunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með ótrúlegum 4-0 sigri á Barcelona og sneri þannig einvíginu eftir að tapa 3-0 á útvelli. Þá getur Liverpool orðið enskur meistari um helgina en þarf að treysta á að Manchester City tapi stigum. Borgaryfirvöld í Liverpool ætla allavega að vera með allt klárt og er búið að gera ráð fyrir tveimur skrúðgöngum. Ef Liverpool vinnur ensku úrvalsdeildina verður farið á opinni rútu um borgina á mánudaginn kemur og fari svo að Liverpool fagni sigri í Meistaradeildinni verður skrúðganga sunnudaginn 2. júní. Báðar skrúðgöngurnar eiga að hefjast klukkan 16.00 að staðartíma og er reiknað með því að leikmenn liðsins verði á opinni rútu með bikarinn og keyri um götur og stræti borgarinnar. Fyrir þá sem að þekkja til eiga skrúðgöngurnar að hefjast við Allerton Maze en þaðan verður haldið norður á Queens Drive og endað verður við Blundell Street. Liverpool á tvo leiki eftir á tímabilinu og getur annað hvort klárað það tómhent eða með einn bikar eða tvo. England Enski boltinn Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Origi verðlaunaður með nýjum samningi Belginn uppsker eftir að skora tvö mörk í sigrinum ótrúlega. 9. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Þetta gerist með Meistaradeildarsætin ef ensk lið vinna báðar Evrópukeppnirnar England fær aldrei sex lið inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð þótt að ensku liðin vinni bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina í vor. 8. maí 2019 12:30 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Allt er klárt í Liverpool-borg fyrir sigurskrúðgöngur ef svo fer að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina eða báðar keppnir. Þetta má sjá á vefsíðunni Visit Liverpool. Liverpool komst í vikunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með ótrúlegum 4-0 sigri á Barcelona og sneri þannig einvíginu eftir að tapa 3-0 á útvelli. Þá getur Liverpool orðið enskur meistari um helgina en þarf að treysta á að Manchester City tapi stigum. Borgaryfirvöld í Liverpool ætla allavega að vera með allt klárt og er búið að gera ráð fyrir tveimur skrúðgöngum. Ef Liverpool vinnur ensku úrvalsdeildina verður farið á opinni rútu um borgina á mánudaginn kemur og fari svo að Liverpool fagni sigri í Meistaradeildinni verður skrúðganga sunnudaginn 2. júní. Báðar skrúðgöngurnar eiga að hefjast klukkan 16.00 að staðartíma og er reiknað með því að leikmenn liðsins verði á opinni rútu með bikarinn og keyri um götur og stræti borgarinnar. Fyrir þá sem að þekkja til eiga skrúðgöngurnar að hefjast við Allerton Maze en þaðan verður haldið norður á Queens Drive og endað verður við Blundell Street. Liverpool á tvo leiki eftir á tímabilinu og getur annað hvort klárað það tómhent eða með einn bikar eða tvo.
England Enski boltinn Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Origi verðlaunaður með nýjum samningi Belginn uppsker eftir að skora tvö mörk í sigrinum ótrúlega. 9. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Þetta gerist með Meistaradeildarsætin ef ensk lið vinna báðar Evrópukeppnirnar England fær aldrei sex lið inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð þótt að ensku liðin vinni bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina í vor. 8. maí 2019 12:30 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00
Origi verðlaunaður með nýjum samningi Belginn uppsker eftir að skora tvö mörk í sigrinum ótrúlega. 9. maí 2019 09:30
Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Þetta gerist með Meistaradeildarsætin ef ensk lið vinna báðar Evrópukeppnirnar England fær aldrei sex lið inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð þótt að ensku liðin vinni bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina í vor. 8. maí 2019 12:30