Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 13:39 Skjáskot úr þættinum „Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 189 manns fórust þegar 737 MAX vél Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Fimm mánuðum síðar hrapaði samskonar flugvél Ethiopian Airlines með þeim afleiðingum að 157 manns fórust. Slysin hafa verið rakin til sérstaks búnaðar sem nefnist MCAS sem sett var í vélarnar til þess að koma í veg fyrir ofris. Búnaðurinn er sjálfvirkur og í þættinum fór Turner yfir það með fréttamanni 60 Minutes Australia hvernig hann virkar, með því að herma eftir flugi Lion Air í flughermi. Vélin hrapaði tólf mínútum eftir flugtak. Í þættinum má sjá Brady berjast við MCAS-kerfið um stjórn á flugvélinni og hvernig flugvélin tekur hraða dýfu niður á við. Brady tekst þó að rétta flugvélina við áður en baráttan hefst á ný. „Kerfið er hannað til þess að kveikja á sér í tíu sekúndur og slökkva á sér í fimm sekúndur. Við vissum það ekki vegna þess að við flugmennirnir fengum aldrei að vita það. Þetta var ekki í handbókunum,“ sagði Turner sem er reyndur 737 flugmaður. Í myndbandinu má sjá að fréttamanninum, sem og Turner, þyki eftirlíking flugsins nokkuð óþægileg enda má sjá hvernig vélin stefnir beint til jarðar.Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.Í þættinum er einnig rætt við Dominic Gates, blaðamann Seattle Times, sem segir að stjórnendur Boeing hafi ekki litist á blikinu þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri pöntun American Airlines á 200 Airbus-vélum. Á þeim tíma hafi Boeing ekki haft mörg svör við Airbus A320NEO sem þá var nýkominn á markað Send hafi verið skilaboð til American Airlines að Boeing myndi endurhanna 737-vélar sínar ef þeir fengu helming af hinni fyrirhugu Airbus-pöntun. „American sagði já,“ sagði Gates og úr varð MAX-áætlunin. Einnig er rætt við mann sem sagður er hafa starfað hjá Boeing á þessum tíma en hann kemur ekki fram undir nafni í þættinum. Í máli hans kom fram að mikill þrýstingur hafi verið á að gera litlar breytingar og draga úr kostnaði við hönnunina á MAX-vélunum. Sérstök áhersla hafi verið lögð á það að draga úr þörfinni á því að þjálfa flugmenn sem flogið höfðu fyrirrennurum MAX-vélarinnar sérstaklega fyrir hina nýju flugvél. Hér að neðan má sjá hvernig MCAS-kerfið svokallaða virkar. Ástralía Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
„Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 189 manns fórust þegar 737 MAX vél Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Fimm mánuðum síðar hrapaði samskonar flugvél Ethiopian Airlines með þeim afleiðingum að 157 manns fórust. Slysin hafa verið rakin til sérstaks búnaðar sem nefnist MCAS sem sett var í vélarnar til þess að koma í veg fyrir ofris. Búnaðurinn er sjálfvirkur og í þættinum fór Turner yfir það með fréttamanni 60 Minutes Australia hvernig hann virkar, með því að herma eftir flugi Lion Air í flughermi. Vélin hrapaði tólf mínútum eftir flugtak. Í þættinum má sjá Brady berjast við MCAS-kerfið um stjórn á flugvélinni og hvernig flugvélin tekur hraða dýfu niður á við. Brady tekst þó að rétta flugvélina við áður en baráttan hefst á ný. „Kerfið er hannað til þess að kveikja á sér í tíu sekúndur og slökkva á sér í fimm sekúndur. Við vissum það ekki vegna þess að við flugmennirnir fengum aldrei að vita það. Þetta var ekki í handbókunum,“ sagði Turner sem er reyndur 737 flugmaður. Í myndbandinu má sjá að fréttamanninum, sem og Turner, þyki eftirlíking flugsins nokkuð óþægileg enda má sjá hvernig vélin stefnir beint til jarðar.Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.Í þættinum er einnig rætt við Dominic Gates, blaðamann Seattle Times, sem segir að stjórnendur Boeing hafi ekki litist á blikinu þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri pöntun American Airlines á 200 Airbus-vélum. Á þeim tíma hafi Boeing ekki haft mörg svör við Airbus A320NEO sem þá var nýkominn á markað Send hafi verið skilaboð til American Airlines að Boeing myndi endurhanna 737-vélar sínar ef þeir fengu helming af hinni fyrirhugu Airbus-pöntun. „American sagði já,“ sagði Gates og úr varð MAX-áætlunin. Einnig er rætt við mann sem sagður er hafa starfað hjá Boeing á þessum tíma en hann kemur ekki fram undir nafni í þættinum. Í máli hans kom fram að mikill þrýstingur hafi verið á að gera litlar breytingar og draga úr kostnaði við hönnunina á MAX-vélunum. Sérstök áhersla hafi verið lögð á það að draga úr þörfinni á því að þjálfa flugmenn sem flogið höfðu fyrirrennurum MAX-vélarinnar sérstaklega fyrir hina nýju flugvél. Hér að neðan má sjá hvernig MCAS-kerfið svokallaða virkar.
Ástralía Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45