ÍBV liðið berst fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta í kvöld þegar liðið fær deildarmeistara Hauka í heimsókn í leik fjögur í undanúrslitaeinvígi liðanna.
Haukar hafa unnið tvo leiki á móti einum og tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Selfossi með sigri í leiknum í kvöld.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Seinni bylgjan verður út í Eyjum og hefst upphitun hennar klukkan 17.45.
Í síðustu þrjú skipti sem Eyjamenn hafa barist fyrir lífi sínum í úrslitakeppninni á heimavelli sínum í Vestmannaeyjum þá hafa þeir verið sendir í sumarfrí.
Valur (2017), Haukar (2016) og Afturelding (2015) tryggðu sig þannig öll áfram úr einvígi á móti ÍBV með því að vinna síðasta leikinn út í Vestmannaeyjum.
Það þarf að fara aftur til lokaúrslitanna 2014 til að finna leik upp á líf eða dauða fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV-liðið fagnaði sigri.
Sá leikur var reyndar mjög eftirminnilegur því ÍBV vann hann 27-20 og fór svo á Ásvelli og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik.
Síðustu skipti þar sem lið gátu sent Eyjamenn í sumarfrí út í Eyjum:
Oddaleikur í átta liða úrslitum 2017
Valur vann ÍBV 27-26 (og einvígið 2-1)
Fjórði leikur í undanúrslitum 2016
Haukar unnu ÍBV 30-28 (og einvígið 3-1)
Annar leikur í átta liða úrslitum 2015
Afturelding vann ÍBV 22-21 (og einvígið 2-0)
Fjórði leikur í lokaúrslitum 2014
ÍBV vann Hauka 27-20 (og einvígið síðan 3-2)
Oddaleikur í undanúrslitum 2014
ÍBV vann Val 28-23 (og einvígið 3-2)
Eyjamenn hafa tapað þrisvar í röð í „líf eða dauða“ leik í Eyjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
