Markmiðið var alltaf að komast af örorkubótum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2019 10:30 Hlynur fæddist með tíu prósent sjón. Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira