Minnst sjö skotnir í skóla í Colorado Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2019 23:04 Gífurlegur viðbúnaður var á vettvangi. AP/David Zalubowski Minnst sjö eru særðir eftir að tveir aðilar hleyptu af skotum í skóla í úthverfi Denver fyrr í kvöld. Árásarmennirnir eru báðir í haldi lögreglu sem mun hafa brugðist mjög fljótt við eftir að skotum var fyrst hleypt af. Holly Nicholson-Kluth, aðstoðarfógeti Douglassýslu, segir fjölmörgum skotum hafa verið hleypt af og skothríðin hafi enn staðið yfir þegar lögregluþjóna bar að garði. Talið er að báðir árásarmennirnir séu nemendur í skólanum. Þá liggur ekki fyrir hve alvarleg meiðsli þeirra sem særðust eru en sá yngsti er talinn vera fimmtán ára gamall. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir hefðu verið þrír, samkvæmt CNN, en lögreglan þykist nú viss um að svo sé ekki.Um 1.850 nemendur eru í skólanum.AP fréttaveitan vitnar í héraðsmiðilin KUSA sem ræddi við vitni sem býr nærri skólanum. Hann sagði fjölda nemenda hafa hlaupið fram hjá húsi hans og þar af hafi einn verið skotinn í bakið.CNN bendir á að skólinn sem um ræðir sé í um tíu kílómetra fjarlægð frá Columbine skólanum þar sem tveir nemendur myrtu tólf samnemendur sína og einn kennara árið 1999. Í apríl var skólum í Douglassýslu lokað eftir að leit stóð yfir að konu sem var heltekin af fjöldamorðinu í Columbine.Sú hafði hótað árásum áður en hún ferðaðist frá Flórída til Colorado. Hún fannst þó á endanum og hafði svipt sig lífi. Þá er vika síðan tveir voru myrtir og fjórir særðir í skóla í Norður-Karlólínu. #stemshooting 7 possibly 8 students have been injured. Two shooters in custody. SWAT still clearing school. Students being bused to Northridge Rec Center. Parents please have patience with reunification process.— DC Sheriff (@dcsheriff) May 7, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Minnst sjö eru særðir eftir að tveir aðilar hleyptu af skotum í skóla í úthverfi Denver fyrr í kvöld. Árásarmennirnir eru báðir í haldi lögreglu sem mun hafa brugðist mjög fljótt við eftir að skotum var fyrst hleypt af. Holly Nicholson-Kluth, aðstoðarfógeti Douglassýslu, segir fjölmörgum skotum hafa verið hleypt af og skothríðin hafi enn staðið yfir þegar lögregluþjóna bar að garði. Talið er að báðir árásarmennirnir séu nemendur í skólanum. Þá liggur ekki fyrir hve alvarleg meiðsli þeirra sem særðust eru en sá yngsti er talinn vera fimmtán ára gamall. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir hefðu verið þrír, samkvæmt CNN, en lögreglan þykist nú viss um að svo sé ekki.Um 1.850 nemendur eru í skólanum.AP fréttaveitan vitnar í héraðsmiðilin KUSA sem ræddi við vitni sem býr nærri skólanum. Hann sagði fjölda nemenda hafa hlaupið fram hjá húsi hans og þar af hafi einn verið skotinn í bakið.CNN bendir á að skólinn sem um ræðir sé í um tíu kílómetra fjarlægð frá Columbine skólanum þar sem tveir nemendur myrtu tólf samnemendur sína og einn kennara árið 1999. Í apríl var skólum í Douglassýslu lokað eftir að leit stóð yfir að konu sem var heltekin af fjöldamorðinu í Columbine.Sú hafði hótað árásum áður en hún ferðaðist frá Flórída til Colorado. Hún fannst þó á endanum og hafði svipt sig lífi. Þá er vika síðan tveir voru myrtir og fjórir særðir í skóla í Norður-Karlólínu. #stemshooting 7 possibly 8 students have been injured. Two shooters in custody. SWAT still clearing school. Students being bused to Northridge Rec Center. Parents please have patience with reunification process.— DC Sheriff (@dcsheriff) May 7, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira