Verðlaunapeningar voru merktir „þroskaheftum“ Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 22:43 Verðlaunapeningarnir sem merktir voru „þroskaheftum". Aðsend Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“ Akureyri Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“
Akureyri Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira