Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:08 Mjaldurinn Simjon, sem kannski heitir nú Hvaldimir, smellir kossi á fyrrum skjólstæðing sinn. Mynd/Skjáskot Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna. Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00
Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30