Fréttamenn Reuters lausir úr fangelsi í Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 10:18 Wa Lone (t.v.) og Kyaw Soe Oo (t.h.) eftir að þeim var sleppt í dag. Þeir hlutu meðal annars bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllunina sem varð til þess að þeir voru handteknir. Vísir/EPA Tveir fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sem höfðu dúsað í fangelsi í Búrma í meira en fimm hundruð daga voru á meðal á sjöunda þúsund fanga sem voru náðaðir og sleppt úr fangelsi í dag. Mennirnir tveir voru sakfelldir fyrir að brjóta gegn lögum um ríkisleyndarmál með umfjöllun sinni um morð á róhingjamúslimum í Búrma. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru handteknir í desember árið 2017. Þeir höfðu þá unnið að rannsókn á morðum á tíu róhingjamúslimum, þar á meðal drengjum, í Rakhine-ríki í vesturhluta Búrma. Morðin voru hluti af herför hersins þar og voru framin af hermönnum og óbreyttum borgurum sem tilheyra meirihluta búddista í landinu. Á áttunda hundrað þúsunda róhingja flúðu til Bangladess undan ofsóknunum. Fréttamennirnir voru sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi í desember. Handtökur þeirra og fangelsun vakti alþjóðlega athygli og var fordæmt af erindrekum og mannréttindasamtökum. Þeim var báðum veitt forsetanáðun í dag en það er árviss hefð á nýársfagnaði í Búrma sem hefst 17. apríl. Alls var um 6.500 föngum um allt land sleppt. Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. 13. desember 2018 09:00 Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað Tveir blaðamenn Reuters opinberuðu fjöldamorð öryggissveita og voru dæmdir fyrir njósnir. 11. janúar 2019 14:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Tveir fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sem höfðu dúsað í fangelsi í Búrma í meira en fimm hundruð daga voru á meðal á sjöunda þúsund fanga sem voru náðaðir og sleppt úr fangelsi í dag. Mennirnir tveir voru sakfelldir fyrir að brjóta gegn lögum um ríkisleyndarmál með umfjöllun sinni um morð á róhingjamúslimum í Búrma. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru handteknir í desember árið 2017. Þeir höfðu þá unnið að rannsókn á morðum á tíu róhingjamúslimum, þar á meðal drengjum, í Rakhine-ríki í vesturhluta Búrma. Morðin voru hluti af herför hersins þar og voru framin af hermönnum og óbreyttum borgurum sem tilheyra meirihluta búddista í landinu. Á áttunda hundrað þúsunda róhingja flúðu til Bangladess undan ofsóknunum. Fréttamennirnir voru sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi í desember. Handtökur þeirra og fangelsun vakti alþjóðlega athygli og var fordæmt af erindrekum og mannréttindasamtökum. Þeim var báðum veitt forsetanáðun í dag en það er árviss hefð á nýársfagnaði í Búrma sem hefst 17. apríl. Alls var um 6.500 föngum um allt land sleppt.
Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. 13. desember 2018 09:00 Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað Tveir blaðamenn Reuters opinberuðu fjöldamorð öryggissveita og voru dæmdir fyrir njósnir. 11. janúar 2019 14:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00
Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01
Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. 13. desember 2018 09:00
Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað Tveir blaðamenn Reuters opinberuðu fjöldamorð öryggissveita og voru dæmdir fyrir njósnir. 11. janúar 2019 14:45