Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 21:10 Eldur kom upp í vélinni eftir að hún brotlenti. 41 lést. Instagram/@artempetrovich Farþegar og áhafnarmeðlimir sem lifðu af brotlendingu flugvélar rússneska flugfélagsins Aeroflot á flugvelli í Moskvu í gær segja flugvélina hafa orðið fyrir eldingu rétt áður en hún fór niður. 41 lést þegar vélin brotlenti. Rannsakendur málsins hafa ekki tjáð sig um hvort frásagnir fólksins standist, en almennt eru flugvélar búnar eldingavörum, hvers hlutverk er að varna því að eldingar geti valdið þeim skaða. Flugmálayfirvöld Rússlands hafa þá ekki heldur tjáð sig um hvort eldingu hafi raunverulega lostið niður í vélina, heldur einungis gefið út að vélin hafi þurft að snúa við stuttu eftir flugtak vegna „tæknilegra ástæðna.“ Eldur kom upp í vélinni eftir að hún brotlenti. Denis Yevdokimov, flugmaður vélarinnar, sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að eldingin hafi truflað samskipti vélarinnar við flugturninn í Moskvu og hann hafi neyðst til þess að taka alfarið við stjórn vélarinnar. Tvö börn og starfsmaður áhafnar vélarinnar voru meðal þeirra sem létust eftir að vélin brotlenti og kviknaði í henni. Alls létust 41 af 78 innanborðs. Myndband af brotlendingu vélarinnar má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Farþegar og áhafnarmeðlimir sem lifðu af brotlendingu flugvélar rússneska flugfélagsins Aeroflot á flugvelli í Moskvu í gær segja flugvélina hafa orðið fyrir eldingu rétt áður en hún fór niður. 41 lést þegar vélin brotlenti. Rannsakendur málsins hafa ekki tjáð sig um hvort frásagnir fólksins standist, en almennt eru flugvélar búnar eldingavörum, hvers hlutverk er að varna því að eldingar geti valdið þeim skaða. Flugmálayfirvöld Rússlands hafa þá ekki heldur tjáð sig um hvort eldingu hafi raunverulega lostið niður í vélina, heldur einungis gefið út að vélin hafi þurft að snúa við stuttu eftir flugtak vegna „tæknilegra ástæðna.“ Eldur kom upp í vélinni eftir að hún brotlenti. Denis Yevdokimov, flugmaður vélarinnar, sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að eldingin hafi truflað samskipti vélarinnar við flugturninn í Moskvu og hann hafi neyðst til þess að taka alfarið við stjórn vélarinnar. Tvö börn og starfsmaður áhafnar vélarinnar voru meðal þeirra sem létust eftir að vélin brotlenti og kviknaði í henni. Alls létust 41 af 78 innanborðs. Myndband af brotlendingu vélarinnar má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08