Utanríkisráðueytið eykur stuðning við jarðhitanám í Rómönsku Ameríku Heimsljós kynnir 6. maí 2019 14:00 Eftir undirritun samningana milli fulltrúa El Salvador og Íslands. Orkustofnun. Utanríkisráðuneytið hefur tekið við hlutverki Norræna þróunarsjóðsins (NDF) sem aðalstyrktaraðili jarðhitanáms á vegum LaGeo, jarðhitafyrirtækis í El Salvador. Námið er sniðið að Rómönsku Ameríku og fer fram á spænsku við Háskóla El Salvador. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna styrkir einnig námið og leggur til kennara líkt og undanfarin ár. Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Jarðhitaskólans og LaGeo um áframhaldandi samstarf á sviði jarðhitaleitar og uppbyggingu jarðhitaþekkingar í þessum heimshluta og sérstakan samning til tveggja ára um fimm mánaða diplómanám við Háskóla El Salvador. Að sögn Lúðvíks S. Georgssonar forstöðumanns Jarðhitaskólans skiptir mikilvægi aukinnar nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum sífellu meira máli við að draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum. “Í baráttunni gegn hlýnun jarðar er ávinningurinn af minni notkun á jarðefnaeldsneyti mikils virði. Þessi aðstoð Íslands við uppbyggingu endurnýjanlegrar orku til framleiðslu rafmagns eða hitunar húsa með jarðvarma styður viðkomandi þjóðir efnahagslega og samfélagslega, en ekki hvað síst á sviði umhverfis- og loftlagsmála. Með verkefnum sem þessum getur Ísland lagt sitt af mörkum í samstarfi við aðrar þjóðir um að nýta endurnýjanlega orku og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda. Það gagnast öllum þjóðum, óháð landamærum, í baráttunni við hlýnun jarðar,” segir hann. Richardo Salvador Flores framkvæmdastjóri leiddi fjögurra manna sendinefnd frá LaGeo sem kom hingað til lands sérstaklega vegna samninganna við utanríkisráðuneytið og Jarðhitaskólann. Auk hans voru með í för tveir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans, Rosa Escobar og Kevin Padiall, jarðhitasérfræðingar hjá LeGeo, og fjölmiðlafulltrúi. Lúðvík S. Georgsson forstöðumaður Jarðhitaskólans undirritaði samningana fyrir hönd skólans og María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. Jarðhiti er mjög mikilvægur fyrir El Salvador Árið 2016 komu 24% af framleiddri raforku í landinu frá tveimur jarðvarmavirkjunum, Ahuachapan og Berlín, sem hafa framleiðslugetu upp á 204 MWe. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur tekið við hlutverki Norræna þróunarsjóðsins (NDF) sem aðalstyrktaraðili jarðhitanáms á vegum LaGeo, jarðhitafyrirtækis í El Salvador. Námið er sniðið að Rómönsku Ameríku og fer fram á spænsku við Háskóla El Salvador. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna styrkir einnig námið og leggur til kennara líkt og undanfarin ár. Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Jarðhitaskólans og LaGeo um áframhaldandi samstarf á sviði jarðhitaleitar og uppbyggingu jarðhitaþekkingar í þessum heimshluta og sérstakan samning til tveggja ára um fimm mánaða diplómanám við Háskóla El Salvador. Að sögn Lúðvíks S. Georgssonar forstöðumanns Jarðhitaskólans skiptir mikilvægi aukinnar nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum sífellu meira máli við að draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum. “Í baráttunni gegn hlýnun jarðar er ávinningurinn af minni notkun á jarðefnaeldsneyti mikils virði. Þessi aðstoð Íslands við uppbyggingu endurnýjanlegrar orku til framleiðslu rafmagns eða hitunar húsa með jarðvarma styður viðkomandi þjóðir efnahagslega og samfélagslega, en ekki hvað síst á sviði umhverfis- og loftlagsmála. Með verkefnum sem þessum getur Ísland lagt sitt af mörkum í samstarfi við aðrar þjóðir um að nýta endurnýjanlega orku og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda. Það gagnast öllum þjóðum, óháð landamærum, í baráttunni við hlýnun jarðar,” segir hann. Richardo Salvador Flores framkvæmdastjóri leiddi fjögurra manna sendinefnd frá LaGeo sem kom hingað til lands sérstaklega vegna samninganna við utanríkisráðuneytið og Jarðhitaskólann. Auk hans voru með í för tveir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans, Rosa Escobar og Kevin Padiall, jarðhitasérfræðingar hjá LeGeo, og fjölmiðlafulltrúi. Lúðvík S. Georgsson forstöðumaður Jarðhitaskólans undirritaði samningana fyrir hönd skólans og María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. Jarðhiti er mjög mikilvægur fyrir El Salvador Árið 2016 komu 24% af framleiddri raforku í landinu frá tveimur jarðvarmavirkjunum, Ahuachapan og Berlín, sem hafa framleiðslugetu upp á 204 MWe. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent