Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 12:13 Úr stjórnklefa Boeing 737 Max-vélar Lion Air sem var kyrrsett eftir flugslysið í Eþíópíu í mars. Vísir/Getty Stjórnendur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hafa viðurkennt að þeir hafi vitað af galla í sjálfstýringarhugbúnaði 737 Max-flugvéla sinna áður en mannskætt flugslys varð í Indónesíu sem rakið hefur verið til hans. Þeir fullyrða að fyrir mistök hafi viðvörunarbúnaður sem hefði getað gefið flugmönnunum til kynna að eitthvað bjátaði á hafi verið gerður að aukabúnaði í vélunum. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar í mars í kjölfar þess að vél af þeirri gerð á vegum Ethiopian Airlines fórst með 157 manns um borð. Aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu. Böndin hafa síðan beinst að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. 737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Nú segja stjórnendur Boeing að fyrir mistök hafi viðvörunarmerki sem gefur flugmönnum til kynna að misræmi sé að milli skynjaranna ekki verið staðalbúnaður í 737 Max-vélunum heldur hafi það verið selt sem aukabúnaður.Afstöðuskynjari á Boeing 737 Max 8-vél. Vélarnar voru búnar óvenjuöflugri sjálfstýringu til að koma í veg fyrir ofris vegna nýrra og stærri þotuhreyfla þeirra.Vísir/GettyNew York Times segir að upphaflega hafi stjórnendurnir talið að viðvörunarmerkið væri staðalbúnaður. Verkfræðingar fyrirtækisins hafi uppgötvað árið 2017 að það virkaði aðeins í vélum þegar viðskiptavinir höfðu keypt annan vísi sem sýndi mælingar afstöðuskynjaranna sem aukabúnað. Aðeins um fimmtungur viðskiptavina Boeing hafði keypt þann vísi. Hvorki vél Lion Air né Ethiopian Airlines var með viðvörunarvísinn. Í kjölfarið lét Boeing gera innri úttekt og komast að þeirri niðurstöðu að það kæmi ekki niður á öryggi flugvélanna eða stjórn þeirra að viðvörunarmerkið vantaði. Þess vegna segist Boeing ekki hafa gert bandarískum flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að indónesíska flugvélin fórst í október. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) segir að Boeing hafi ekki látið vita af málinu fyrr en um mánuði eftir hrap Lion Air-vélarinnar. Lítil hætta hafi verið á ferðum en að flugvélaframleiðandinn hafi getað hjálpað til við að eyða mögulegum ruglingi með því að láta vita fyrr. Á fjórða hundrað 737 Max-véla hafa nú verið kyrrsettar í meira en mánuð. Boeing segir að von sé á hugbúnaðaruppfærslu til að ráða bót á vandanum þannig að hægt verði að koma þeim aftur í loftið í sumar. Uppfærslan á að draga úr vægi sjálfstýringarinnar og mata hana á gögnum frá báðum afstöðuskynjurunum. Þá eigi viðvörunarmerkið einnig að vera aðgengilegt í öllum vélunum. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Stjórnendur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hafa viðurkennt að þeir hafi vitað af galla í sjálfstýringarhugbúnaði 737 Max-flugvéla sinna áður en mannskætt flugslys varð í Indónesíu sem rakið hefur verið til hans. Þeir fullyrða að fyrir mistök hafi viðvörunarbúnaður sem hefði getað gefið flugmönnunum til kynna að eitthvað bjátaði á hafi verið gerður að aukabúnaði í vélunum. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar í mars í kjölfar þess að vél af þeirri gerð á vegum Ethiopian Airlines fórst með 157 manns um borð. Aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu. Böndin hafa síðan beinst að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. 737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Nú segja stjórnendur Boeing að fyrir mistök hafi viðvörunarmerki sem gefur flugmönnum til kynna að misræmi sé að milli skynjaranna ekki verið staðalbúnaður í 737 Max-vélunum heldur hafi það verið selt sem aukabúnaður.Afstöðuskynjari á Boeing 737 Max 8-vél. Vélarnar voru búnar óvenjuöflugri sjálfstýringu til að koma í veg fyrir ofris vegna nýrra og stærri þotuhreyfla þeirra.Vísir/GettyNew York Times segir að upphaflega hafi stjórnendurnir talið að viðvörunarmerkið væri staðalbúnaður. Verkfræðingar fyrirtækisins hafi uppgötvað árið 2017 að það virkaði aðeins í vélum þegar viðskiptavinir höfðu keypt annan vísi sem sýndi mælingar afstöðuskynjaranna sem aukabúnað. Aðeins um fimmtungur viðskiptavina Boeing hafði keypt þann vísi. Hvorki vél Lion Air né Ethiopian Airlines var með viðvörunarvísinn. Í kjölfarið lét Boeing gera innri úttekt og komast að þeirri niðurstöðu að það kæmi ekki niður á öryggi flugvélanna eða stjórn þeirra að viðvörunarmerkið vantaði. Þess vegna segist Boeing ekki hafa gert bandarískum flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að indónesíska flugvélin fórst í október. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) segir að Boeing hafi ekki látið vita af málinu fyrr en um mánuði eftir hrap Lion Air-vélarinnar. Lítil hætta hafi verið á ferðum en að flugvélaframleiðandinn hafi getað hjálpað til við að eyða mögulegum ruglingi með því að láta vita fyrr. Á fjórða hundrað 737 Max-véla hafa nú verið kyrrsettar í meira en mánuð. Boeing segir að von sé á hugbúnaðaruppfærslu til að ráða bót á vandanum þannig að hægt verði að koma þeim aftur í loftið í sumar. Uppfærslan á að draga úr vægi sjálfstýringarinnar og mata hana á gögnum frá báðum afstöðuskynjurunum. Þá eigi viðvörunarmerkið einnig að vera aðgengilegt í öllum vélunum.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18
Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31
Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08