Minnkuðu hlutfall allra starfsmanna Sýslumannsins á Austurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. maí 2019 23:33 Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris. Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris.
Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira