Currin var að keppa í fyrsta sinn í Invictus en á að baki sjö UFC-bardaga og má því kalla reynslubolta í faginu.
Bardaginn var í meira lagi dramatískur en hann var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og allt bardagakvöldið sem er svo til nýhafið. Hver bardagi í átta liða úrslitum er ein lota sem stendur yfir í fimm mínútur.
Curran fór betur af stað og náði góðum höggum á Sunnu sem átti á tímabili mjög í vök að verjast. Var hún kýld tvisvar í gólfið en gafst ekki upp. Hún náði að snúa bardaganum sér í hag, náði Curran í gólfið og lét höggin dynja í góðan tíma.
Curran náði að losa sig og var hart barist allt til loka. Ekki mátti milli sjá hvor þeirra hefði staðið sig betur.
Sunna virkaði bjartsýn á niðurstöðu dómara og voru vonbrigðin því mikil þegar í ljós kom að tveir dómarar dæmdu Curran í hag, 10-9, á meðan sá þriðji mat sem svo að Sunna hefði sigrað 10-9.
Sunna er því úr leik en bardagakvöldið heldur áfram í beinni á Stöð 2 Sport.
These one round fights are great! @KailinCurran drops her for the second time! #PhoenixRising pic.twitter.com/TxwuiO42QH
— UFC FIGHT PASS (@UFCFightPass) May 4, 2019