Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 22:03 Jóhann Helgason í Hljóðrita þar sem Söknuður var tekinn upp. Fréttablaðið/Eyþór Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann. Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann.
Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15
Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30
Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15