Isavia kærir úrskurðinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 16:26 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/vilhelm Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar.Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um nema 87 milljónum krónum.Sjá einnig: Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarðaALC hefur boðist til að greiða gjöldin gegn því að fá vélina afhenta, en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia. Það getur Isavia hins vegar ekki fallist á því félagið telur að það samræmist ekki „fyrri framkvæmd og skýru orðalagi lagaákvæðisins.“ Í tilkynningu frá Isavia segir að það sé mat félagsins að það sé „finna misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á efnislegri heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvun flugvélar.“Verulegir hagsmunir undir Umrædd umfjöllun samræmist þannig ekki túlkun ákvæðisins að mati Isavia, ekki frekar en eldri dómaframkvæmd og dómafordæmum erlendis í samskonar málum, þar með talið í Bretlandi og Kanada. „Fjölmörg flugfélög sem nýta sér þjónustu Keflavíkurflugvallar eiga og hafa til umráða marga tugi eða hundruði flugvéla. Ef að sú forsenda úrskurðarins stendur, að beiting ákvæðisins eigi eingöngu við um hverja flugvél fyrir sig, mun það í grundvallaratriðum raska þeim forsendum sem gjaldtaka félagsins byggir á þegar kemur að innheimtu notendagjalda. Þessu ákvæði er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir möguleika á misnotkun,“ segir í yfirlýsingu Isavia.Sjá einnig: Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þessÞar er jafnframt haft eftir starfandi forstjóra félagsins, Sveinbirni Indriðasyni, að verulegir hagsmunir séu tengdir núverandi framkvæmd loftferðalaga. „Hún auðveldar flugfélögum að taka ákvörðun um að hefja flug til landsins. Ef breyting verður á þessu gæti okkur til dæmis verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands,“ segir Sveinbjörn. „Það yrði íþyngjandi fyrir flugfélög og gæti haft neikvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Isavia hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til æðra dóms með það að markmiði að fá forsendum hans breytt.“ Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar.Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um nema 87 milljónum krónum.Sjá einnig: Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarðaALC hefur boðist til að greiða gjöldin gegn því að fá vélina afhenta, en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia. Það getur Isavia hins vegar ekki fallist á því félagið telur að það samræmist ekki „fyrri framkvæmd og skýru orðalagi lagaákvæðisins.“ Í tilkynningu frá Isavia segir að það sé mat félagsins að það sé „finna misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á efnislegri heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvun flugvélar.“Verulegir hagsmunir undir Umrædd umfjöllun samræmist þannig ekki túlkun ákvæðisins að mati Isavia, ekki frekar en eldri dómaframkvæmd og dómafordæmum erlendis í samskonar málum, þar með talið í Bretlandi og Kanada. „Fjölmörg flugfélög sem nýta sér þjónustu Keflavíkurflugvallar eiga og hafa til umráða marga tugi eða hundruði flugvéla. Ef að sú forsenda úrskurðarins stendur, að beiting ákvæðisins eigi eingöngu við um hverja flugvél fyrir sig, mun það í grundvallaratriðum raska þeim forsendum sem gjaldtaka félagsins byggir á þegar kemur að innheimtu notendagjalda. Þessu ákvæði er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir möguleika á misnotkun,“ segir í yfirlýsingu Isavia.Sjá einnig: Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þessÞar er jafnframt haft eftir starfandi forstjóra félagsins, Sveinbirni Indriðasyni, að verulegir hagsmunir séu tengdir núverandi framkvæmd loftferðalaga. „Hún auðveldar flugfélögum að taka ákvörðun um að hefja flug til landsins. Ef breyting verður á þessu gæti okkur til dæmis verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands,“ segir Sveinbjörn. „Það yrði íþyngjandi fyrir flugfélög og gæti haft neikvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Isavia hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til æðra dóms með það að markmiði að fá forsendum hans breytt.“
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03
Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57