Tiger Woods hittir Trump í Hvíta húsinu eftir helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Tiger Woods fagnar sigri á Mastersmótinu á dögunum. Getty/Andrew Redington Kylfingurinn Tiger Woods verður heiðraður sérstaklega í Hvíta húsinu á mánudaginn kemur en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið honum til sín í Washington. Tiger Woods tryggði sér sigur í Mastersmótinu í síðasta mánuði en það var fyrsti sigur hans á risamóti í golfi í tæp ellefu ár eða síðan 2008. Woods hefur alls unnið fimmtán risamót á ferli sínum. Trump hefur ákveðið að Woods fái „Presidential Medal of Freedom“ orðuna sem væri hægt að kalla Friðarorðu forsetans en hún er líklegast svipuð og Fálkaorðan er á Íslandi. Þetta er því mikill heiður fyrir þennan frábæra kylfing.Tiger Woods will visit the White House to be honored by President Trump for the golfer's 2019 #Masters victory last month by receiving the Presidential Medal of Freedom.https://t.co/oWRApFgSDo — Sporting News (@sportingnews) May 2, 2019Tiger Woods mun fá orðu sína afhenta í Rósagarði Hvíta hússins en aðeins sérstakir boðsgestir og blaðamenn fá að fylgjast með. Tiger Woods var að vinna Mastersmótið í fimmta sinn á ferlinum en hann vann mótið síðast árið 2005. Það hefur verið magnað að fylgjast með endurkomu Tiger Woods en um tíma var óvíst hvort að hann gæti spilað aftur golf vegna erfiðra bakmeiðsla. Hann lenti líka í vandamálum í einkalífinu en hefur sýnt mikla þrautsegju með að vinna sig til baka og komast aftur á toppinn þar sem hann var nánast einráður á sínum tíma. Tiger Woods og Donald Trump Bandaríkjaforseti eru miklir félagar og hafa margoft spilað golf saman á einhverjum af golfvöllunum í eigu Trump. Donald Trump óskaði Tiger strax til hamingju á Twitter eftir sigurinn á Mastersmótinu og daginn eftir sagðist hann ætla að veita honum „Presidential Medal of Freedom“ orðuna. Trump stóð við það en fyrsti forsetinn til að veita hana var John F. Kennedy árið 1963. Bandaríkin Donald Trump Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods verður heiðraður sérstaklega í Hvíta húsinu á mánudaginn kemur en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið honum til sín í Washington. Tiger Woods tryggði sér sigur í Mastersmótinu í síðasta mánuði en það var fyrsti sigur hans á risamóti í golfi í tæp ellefu ár eða síðan 2008. Woods hefur alls unnið fimmtán risamót á ferli sínum. Trump hefur ákveðið að Woods fái „Presidential Medal of Freedom“ orðuna sem væri hægt að kalla Friðarorðu forsetans en hún er líklegast svipuð og Fálkaorðan er á Íslandi. Þetta er því mikill heiður fyrir þennan frábæra kylfing.Tiger Woods will visit the White House to be honored by President Trump for the golfer's 2019 #Masters victory last month by receiving the Presidential Medal of Freedom.https://t.co/oWRApFgSDo — Sporting News (@sportingnews) May 2, 2019Tiger Woods mun fá orðu sína afhenta í Rósagarði Hvíta hússins en aðeins sérstakir boðsgestir og blaðamenn fá að fylgjast með. Tiger Woods var að vinna Mastersmótið í fimmta sinn á ferlinum en hann vann mótið síðast árið 2005. Það hefur verið magnað að fylgjast með endurkomu Tiger Woods en um tíma var óvíst hvort að hann gæti spilað aftur golf vegna erfiðra bakmeiðsla. Hann lenti líka í vandamálum í einkalífinu en hefur sýnt mikla þrautsegju með að vinna sig til baka og komast aftur á toppinn þar sem hann var nánast einráður á sínum tíma. Tiger Woods og Donald Trump Bandaríkjaforseti eru miklir félagar og hafa margoft spilað golf saman á einhverjum af golfvöllunum í eigu Trump. Donald Trump óskaði Tiger strax til hamingju á Twitter eftir sigurinn á Mastersmótinu og daginn eftir sagðist hann ætla að veita honum „Presidential Medal of Freedom“ orðuna. Trump stóð við það en fyrsti forsetinn til að veita hana var John F. Kennedy árið 1963.
Bandaríkin Donald Trump Golf Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira