Skemmtiferðaskip í sóttkví vegna mislingasmits Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. maí 2019 06:30 Skemmtiferðaskip. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bandarískt skemmtiferðaskip var sett í sóttkví á eyríkinu Sankti Lúsíu í Karíbahafi í gær eftir að tilkynnt var um mislingatilfelli um borð. Frá þessu greindi Merlene Fredericks James, landlæknir á Sankti Lúsíu, í tilkynningu sem hún birti á myndbandaveitunni YouTube í gær. James sagði að aðrir möguleikar hafi ekki verið á borðinu eftir að tvær tilkynningar bárust um smitið þar sem mislingar eru bráðsmitandi. „Ein sýkt manneskja getur auðveldlega smitað aðra með því að hnerra, hósta eða skilja eftir svita einhvers staðar. Þannig að hættan á frekara smiti olli því að okkur þótti skynsamlegast að ákveða að leyfa engum að fara frá borði eins og stendur,“ sagði læknirinn. Bandaríski fréttamiðillinn NBC News hafði eftir landhelgisgæslu á Sankti Lúsíu að skipið væri starfrækt af og í eigu Vísindakirkjunnar. Skipið var sagt heita Freewinds og á að vera með um 300 farþega innanborðs. Þetta rímar við það sem sjá mátti á vefsíðunni MarineTraffic.com í gærkvöldi. Vísindakirkjan hafði hvorki sent frá sér yfirlýsingu um málið né tjáð sig um það með öðrum hætti þegar Fréttablaðið fór í prentun. Að sögn James staðfesti skipslæknirinn að sjúklingurinn hefði ekki yfirgefið skipið og því ekki smitað neinn á eyjunni. Aukinheldur sagði James að mislingasjúklingurinn væri ekki í lífshættu vegna sjúkdómsins. Birtist í Fréttablaðinu Sankti Lúsía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Bandarískt skemmtiferðaskip var sett í sóttkví á eyríkinu Sankti Lúsíu í Karíbahafi í gær eftir að tilkynnt var um mislingatilfelli um borð. Frá þessu greindi Merlene Fredericks James, landlæknir á Sankti Lúsíu, í tilkynningu sem hún birti á myndbandaveitunni YouTube í gær. James sagði að aðrir möguleikar hafi ekki verið á borðinu eftir að tvær tilkynningar bárust um smitið þar sem mislingar eru bráðsmitandi. „Ein sýkt manneskja getur auðveldlega smitað aðra með því að hnerra, hósta eða skilja eftir svita einhvers staðar. Þannig að hættan á frekara smiti olli því að okkur þótti skynsamlegast að ákveða að leyfa engum að fara frá borði eins og stendur,“ sagði læknirinn. Bandaríski fréttamiðillinn NBC News hafði eftir landhelgisgæslu á Sankti Lúsíu að skipið væri starfrækt af og í eigu Vísindakirkjunnar. Skipið var sagt heita Freewinds og á að vera með um 300 farþega innanborðs. Þetta rímar við það sem sjá mátti á vefsíðunni MarineTraffic.com í gærkvöldi. Vísindakirkjan hafði hvorki sent frá sér yfirlýsingu um málið né tjáð sig um það með öðrum hætti þegar Fréttablaðið fór í prentun. Að sögn James staðfesti skipslæknirinn að sjúklingurinn hefði ekki yfirgefið skipið og því ekki smitað neinn á eyjunni. Aukinheldur sagði James að mislingasjúklingurinn væri ekki í lífshættu vegna sjúkdómsins.
Birtist í Fréttablaðinu Sankti Lúsía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira